Bandaríkjamenn bíta frá sér á Gleneagles 27. september 2014 12:33 McIlroy og Poulter fagna pútti í morgun. AP/Getty Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker
Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira