Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 14-28 | Haustslátrun í Mýrinni Henry Birgir Gunnarsson í Mýrinni skrifar 23. september 2014 10:56 Úr leiknum i kvöld. Vísir/Valli Grótta sýndi sparihliðarnar í Mýrinni í kvöld og kláraði Stjörnuna í raun á aðeins tíu mínútum. Stjarnan er með nokkuð breytt lið frá því í fyrra en Grótta hefur bætt við sig og er spáð deildarmeistaratitli á meðan Stjörnunni er spáð fjórða sæti. Byrjunin á leiknum var ótrúleg og í raun var leiknum lokið eftir tíu mínútur. Þá var staðan orðin 1-9 fyrir Gróttu og ekki líf í Stjörnuliðinu. Það var í raun með ólíkindum að þjálfarateymi Stjörnunnar hefði tekið leikhlé á þessum kafla í þeirri von að stöðva gestina. Íris Björk varði allt sem kom á Gróttumarkið og var þegar best lét með 83 prósent markvörslu sem er fáheyrt. Hún endaði hálfleikinn með fjóra varða bolta. Stjörnustúlkur tóku við sér um miðjan hálfleikinn en Grótta átti fínan lokakafla í hálfleiknum og leiddi með átta mörkum í leikhléi, 7-15. Grótta slakaði ekkert á klónni í síðari hálfleik og hélt áfram að bæta við forskot sitt. Það var ekki fyrr um miðjan seinni hálfleik, og munurinn var orðinn ellefu mörk, sem þjálfarar Gróttu fóru loksins að rúlla á fleiri varamönnum. Leikurinn fjaraði svo rólega út og Grótta landaði afar öruggum sigri svo ekki sé nú meira sagt. Flottur leikur hjá Gróttunni sem er með hörkulið og getur vel staðið undir þeim væntingum sem til liðsins eru gerðar. Íris Björk er greinilega í toppformi í markinu. Liðið spilar hraðan sóknarbolta og vörnin öflug með Önnu Úrsulu í broddi fylkingar. Þetta verður lærdómsríkur vetur hjá Stjörnustelpum sem verða ekki í titilbaráttu að þessu sinni. Það er nokkuð ljóst.Íris Björk: Get ekki sagt að ég sé í góðu formi "Það gekk allt upp hjá okkur í dag en ekkert hjá þeim. Ég kvarta ekkert yfir því," sagði brosmildur markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, en hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld. Varði 20 skot og var með 65 prósent markvörslu. "Við bjuggumst við hörkuleik hér í kvöld og ég sjálf var búin að vera drullustressuð fyrir þennan leik. Ég er því mjög glöð að þetta hafi gengið svona," sagði Íris en þrátt fyrir góðan leik segist hún ekki vera í nógu góðu formi. "Ég get ekki sagt að ég sé í góðu líkamlegu formi. Ég er samt að finna mig vel og ég get ekki lýst því hvað það er gott að hafa þessa vörn fyrir framan mig. Vörnin lokaði á þær þannig að þær gátu aðeins skotið í eitt horn. Þá var eftirleikurinn auðveldur." Grótta var liðið sem kom á óvart í fyrra en núna er liðinu spáð mikilli velgengni. Þær geta því ekki komið neinum á óvart núna. "Við reynum að láta þessa spá ekki hafa áhrif á okkur. Þetta er samt nýtt hlutverk sem við verðum að aðlagast. Okkur gekk stundum illa með liðin fyrir neðan okkur í fyrra. Nú reynir á okkur."Solveig: Erum ekki svona lélegar "Þetta var skelfileg frammistaða. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi," sagði reynsluboltinn í liði Stjörnunnar, Solveig Lára Kjærnested, hundfúl eftir leik. "Ég vil ekki meina að við séum svona lélegar en það leynir sér ekki að við eigum langt í land. Það er mikil vinna framundan en ég hélt kannski að við værum komnar lengra en svo er greinilega ekki." Það eru miklar breytingar á liði Stjörnunnar og ekkert útlit fyrir að Stjarnan berjist um titilinn í ár eins og síðustu ár. "Ekki eins og staðan er í dag en við höfum fram á vorið til þess að gera eitthvað í þessu. Ég vil meina að það búi miklu meira í þessu liði," sagði Solveig en henni finnst ekki gaman að fá skell. "Það er alltaf hundfúlt að fá skell. Sama hvort það er á heimavelli eða annars staðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Grótta sýndi sparihliðarnar í Mýrinni í kvöld og kláraði Stjörnuna í raun á aðeins tíu mínútum. Stjarnan er með nokkuð breytt lið frá því í fyrra en Grótta hefur bætt við sig og er spáð deildarmeistaratitli á meðan Stjörnunni er spáð fjórða sæti. Byrjunin á leiknum var ótrúleg og í raun var leiknum lokið eftir tíu mínútur. Þá var staðan orðin 1-9 fyrir Gróttu og ekki líf í Stjörnuliðinu. Það var í raun með ólíkindum að þjálfarateymi Stjörnunnar hefði tekið leikhlé á þessum kafla í þeirri von að stöðva gestina. Íris Björk varði allt sem kom á Gróttumarkið og var þegar best lét með 83 prósent markvörslu sem er fáheyrt. Hún endaði hálfleikinn með fjóra varða bolta. Stjörnustúlkur tóku við sér um miðjan hálfleikinn en Grótta átti fínan lokakafla í hálfleiknum og leiddi með átta mörkum í leikhléi, 7-15. Grótta slakaði ekkert á klónni í síðari hálfleik og hélt áfram að bæta við forskot sitt. Það var ekki fyrr um miðjan seinni hálfleik, og munurinn var orðinn ellefu mörk, sem þjálfarar Gróttu fóru loksins að rúlla á fleiri varamönnum. Leikurinn fjaraði svo rólega út og Grótta landaði afar öruggum sigri svo ekki sé nú meira sagt. Flottur leikur hjá Gróttunni sem er með hörkulið og getur vel staðið undir þeim væntingum sem til liðsins eru gerðar. Íris Björk er greinilega í toppformi í markinu. Liðið spilar hraðan sóknarbolta og vörnin öflug með Önnu Úrsulu í broddi fylkingar. Þetta verður lærdómsríkur vetur hjá Stjörnustelpum sem verða ekki í titilbaráttu að þessu sinni. Það er nokkuð ljóst.Íris Björk: Get ekki sagt að ég sé í góðu formi "Það gekk allt upp hjá okkur í dag en ekkert hjá þeim. Ég kvarta ekkert yfir því," sagði brosmildur markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, en hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld. Varði 20 skot og var með 65 prósent markvörslu. "Við bjuggumst við hörkuleik hér í kvöld og ég sjálf var búin að vera drullustressuð fyrir þennan leik. Ég er því mjög glöð að þetta hafi gengið svona," sagði Íris en þrátt fyrir góðan leik segist hún ekki vera í nógu góðu formi. "Ég get ekki sagt að ég sé í góðu líkamlegu formi. Ég er samt að finna mig vel og ég get ekki lýst því hvað það er gott að hafa þessa vörn fyrir framan mig. Vörnin lokaði á þær þannig að þær gátu aðeins skotið í eitt horn. Þá var eftirleikurinn auðveldur." Grótta var liðið sem kom á óvart í fyrra en núna er liðinu spáð mikilli velgengni. Þær geta því ekki komið neinum á óvart núna. "Við reynum að láta þessa spá ekki hafa áhrif á okkur. Þetta er samt nýtt hlutverk sem við verðum að aðlagast. Okkur gekk stundum illa með liðin fyrir neðan okkur í fyrra. Nú reynir á okkur."Solveig: Erum ekki svona lélegar "Þetta var skelfileg frammistaða. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi," sagði reynsluboltinn í liði Stjörnunnar, Solveig Lára Kjærnested, hundfúl eftir leik. "Ég vil ekki meina að við séum svona lélegar en það leynir sér ekki að við eigum langt í land. Það er mikil vinna framundan en ég hélt kannski að við værum komnar lengra en svo er greinilega ekki." Það eru miklar breytingar á liði Stjörnunnar og ekkert útlit fyrir að Stjarnan berjist um titilinn í ár eins og síðustu ár. "Ekki eins og staðan er í dag en við höfum fram á vorið til þess að gera eitthvað í þessu. Ég vil meina að það búi miklu meira í þessu liði," sagði Solveig en henni finnst ekki gaman að fá skell. "Það er alltaf hundfúlt að fá skell. Sama hvort það er á heimavelli eða annars staðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn