40 ár síðan Jón Oddur og Jón Bjarni kom út Hjörtur Hjartarson skrifar 5. október 2014 19:45 Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira