Barcelona á flesta uppalda leikmenn í bestu deildum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2014 22:30 Andres Iniesta og Lionel Messi. Vísir/Getty Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014 Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014
Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira