Þeir sem vilja skrá sig þurfa að syngja lag að eigin vali og senda inn hlekk á myndbandsupptökuna af söngnum. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2014 - Nafn keppanda.
Tíu bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós.
Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur en dómnefndina skipa Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.
Í fyrra var það Eik Haraldsdóttir sem bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni en hún heillaði dómnefnd upp úr skónum. Hér fyrir neðan má sjá áheyrnarprufu Eikar: