Arnór Eyvar Ólafsson, bakvörðurinn frá Vestmannaeyjum, ætlar að spila með Fjölni í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Arnór Eyvar gat ekkert spilað með ÍBV í sumar vegna meiðsla en átti mjög gott tímabil sumarið 2013.
Arnór Eyvar hafði spilað með ÍBV-liðið síðan að það var í 1. deildinni og lék alls 85 úrvalsdeildarleiki með liðinu frá 2009 til 2013.
Arnór Eyvar skrifaði undir tveggja ára samning við Grafarvogsliðið en hann mun örugglega styrkja lið Fjölnis næsta sumar.
