Íslenski boltinn

Aftur hefur KR leik í Laugar­dalnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessi ungi KR-ingur veltir eflaust fyrir sér hvernig KR ætli að spila á Meistaravöllum í sumar.
Þessi ungi KR-ingur veltir eflaust fyrir sér hvernig KR ætli að spila á Meistaravöllum í sumar. KR

Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Eftir að tímabilinu 2024 lauk fór KR-ingar í það að leggja gervigras á aðalvöll sinn að Meistaravöllum. Þeim framkvæmdum verður ekki lokið þegar Besta deild karla fer af stað og því hefur KR leitað á náðir Þróttar Reykjavíkur að fá að hefja leik í Laugardalnum.

Í viðtali við íþróttadeild Morgunblaðsins, mbl.is, segir Magnús Orri Schram – formaður knattspyrnudeildar KR – að miðað sé við að fyrsti heimaleikur liðsins á nýju gervigrasi veðri gegn ÍBV þann 10. maí næstkomandi. Framkvæmdir séu í fullum gangi og þeim miði vel áfram.

Sem áður segir þá spilaði KR sinn fyrsta „heimaleik“ á síðustu leiktíð í Laugardal. Sá tapaðist 0-1 gegn Fram. Sömuleiðis lauk liðið tímabilinu í Laugardalnum með 7-1 sigri á HK.

Það verða engir smá leikir á heimavelli Þróttar í Laugardal en KR fær Val í heimsókn þann 14. apríl og svo ÍA þann 27. apríl. Það verður svo í 6. umferð Bestu deildar þegar KR leikur loks leik á sínum eigin heimavelli.

Besta deildin hefst 5. apríl næstkomandi með leik Breiðabliks og Aftureldingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×