Olason búinn að læsa markinu eftir komu Atla til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 13:15 Tomas Olason á stóran þátt í þremur sigurleikjum Atla Hilmarssonar. vísir/stefán Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44