Keppnin er fyrir börn yngri en sextán ára en tíu keppendur sem þóttu skara fram úr að mati dómnefndar komust áfram í prufur.
Fylgst verður með prufunum í Ísland í dag í kvöld klukkan 18.55 en sigurvegarinn í Jólastjörnunni 2014 verður tilkynntur á mánudaginn næsta. Sigurvegarinn kemur fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár. Í fyrra var það Eik Haraldsdóttir sem bar sigur úr býtum og heillaði dómnefndina upp úr skónum.
Dómnefndina í ár skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.
Uppfært: Í spilaranum fyrir ofan má sjá þáttinn. Á Vísir Sjónvarp er að finna myndbönd af flutningi krakkanna í fullri lengd undir flokknum Ísland í dag og Jólastjarnan.


