Óli Stef: Kannski kem ég ekki aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 10:00 Ólafur Stefánsson tók sér frí frá þjálfun eftir eitt ár í starfi. vísir/stefán Ólafur Stefánsson, sem tók sér frí frá þjálfun Vals í Olís-deild karla í handbolta, er ekki viss um að hann snúi aftur eins og til stóð. Ólafur, sem kom liðinu í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili, sagði óvænt skilið við Valsliðið skömmu fyrir tímabilið til að einbeita sér að þróun nýs smáforrits fyrir spjaldtölvur og síma. Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson tóku við liðinu og eru með það á toppi deildarinnar þar sem liðið verður yfir áramótin og í HM-fríinu. „Mér finnst liðið gott. Menn eru að standa sig gríðarlega vel og margir leikmenn hafa vaxið gríðarlega í leik sínum,“ segir Ólafur við fimmeinn.is. Hann segist sjá sitt handbragð á liðinu. „Já, ég á nokkuð mikið í þessu liði, en Jón og Óskar eru einnig að gera helling. Ég lagði alltaf upp með að spila ákveðna vörn og kannski ögn ákveðnari en liðið spilar í dag,“ segir Ólafur sem hefur ekki mætt á æfingu síðan hann tók sér frí. „Ég hef ekki komið á neina æfingu með liðinu, en ég er á leikjum og horfi á liðið spila,“ segir hann.Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum sagði Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, að óvíst væri hvort Ólafur sneri aftur til liðsins og tæki við þjálfun þess á ný eftir áramót. „Við erum að einbeita okkur að því að klára þá leiki sem eftir eru og svo tökum við á því þegar það klárast,“ sagði Ómar. „En það er alveg inni í myndinni.“ Sjálfur segir Ólafur það vel mögulegt að hann snúi ekki aftur og láti þá Jón og Óskar Bjarna um að stýra liðinu. „Kannski kem ég ekki. Það er samt erfitt fyrir mig að staðfesta hvort ég komi eða ekki. Það er ennþá fullt að gera hjá mér og verður sjálfsagt áfram. Það gæti alveg eins gerst að ég komist ekki eftir áramót og ef það dregst þá er ljóst að ég kæmi þá ekkert aftur fyrr en þá á næsta ári,“ segir Ólafur Stefánsson. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, sem tók sér frí frá þjálfun Vals í Olís-deild karla í handbolta, er ekki viss um að hann snúi aftur eins og til stóð. Ólafur, sem kom liðinu í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili, sagði óvænt skilið við Valsliðið skömmu fyrir tímabilið til að einbeita sér að þróun nýs smáforrits fyrir spjaldtölvur og síma. Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson tóku við liðinu og eru með það á toppi deildarinnar þar sem liðið verður yfir áramótin og í HM-fríinu. „Mér finnst liðið gott. Menn eru að standa sig gríðarlega vel og margir leikmenn hafa vaxið gríðarlega í leik sínum,“ segir Ólafur við fimmeinn.is. Hann segist sjá sitt handbragð á liðinu. „Já, ég á nokkuð mikið í þessu liði, en Jón og Óskar eru einnig að gera helling. Ég lagði alltaf upp með að spila ákveðna vörn og kannski ögn ákveðnari en liðið spilar í dag,“ segir Ólafur sem hefur ekki mætt á æfingu síðan hann tók sér frí. „Ég hef ekki komið á neina æfingu með liðinu, en ég er á leikjum og horfi á liðið spila,“ segir hann.Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum sagði Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, að óvíst væri hvort Ólafur sneri aftur til liðsins og tæki við þjálfun þess á ný eftir áramót. „Við erum að einbeita okkur að því að klára þá leiki sem eftir eru og svo tökum við á því þegar það klárast,“ sagði Ómar. „En það er alveg inni í myndinni.“ Sjálfur segir Ólafur það vel mögulegt að hann snúi ekki aftur og láti þá Jón og Óskar Bjarna um að stýra liðinu. „Kannski kem ég ekki. Það er samt erfitt fyrir mig að staðfesta hvort ég komi eða ekki. Það er ennþá fullt að gera hjá mér og verður sjálfsagt áfram. Það gæti alveg eins gerst að ég komist ekki eftir áramót og ef það dregst þá er ljóst að ég kæmi þá ekkert aftur fyrr en þá á næsta ári,“ segir Ólafur Stefánsson.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira