Talsmaður bresku stjörnunnar hefur staðfest tíðindin. Vangaveltur hafa verið uppi um óléttuna vikum saman í bresku pressunni.
Knigthley og Righton, sem er meðlimur The Klaxons, gengu í hjónaband í lágstemmdri athöfn í Frakklandi í maí í fyrra.
Knightley, sem er 29 ára, var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í gær fyrir hlutverk sitt í The Imitation Game. Deginum áður var hún tilnefnd til Screen Actors Guild-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í sömu mynd.