Skírðu sveitina í höfuðið á veiðiflugu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin Dusty Miller heldur upp á útgáfu frumburðar síns í Tjarnarbíói um helgina. fréttablaðið/stefán „Það verður öllu tjaldað til og verðum við með Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur í bakröddum, Ara Braga Kárason á trompet, Steinar Sigurðarson á saxófón, Kára Hólmar Ragnarsson á básúnu og Ásmund Jóhannsson á slagverk, til að lífga enn frekar upp á flutninginn,“ segir Tómas Jónsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Dusty Miller. Spurður út í nafn hljómsveitarinnar segir Tómas það koma úr nokkrum áttum en aðallega úr veiðiflugubransanum. „Elvar er mikill veiðimaður og benti okkur á þetta fagra nafn sem hann rakst á í skemmtilegri veiðiflugnabók.“ Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum í Tjarnabíói á laugardagskvöldið næstkomandi. „Við byrjuðum sem fusion/bræðingshljómsveit og lékum meðal annars lög eftir Mezzoforte og fleiri slíkar sveitir en skiptum aðeins um gír þegar söngvarinn og píanistinn Elvar Örn Friðriksson gekk til liðs okkur,“ segir Tómas kátur. Ásamt þeim Elvar Erni og Tómasi skipa sveitina Aron Ingi Ingvason trommuleikari, Kári Árnason bassaleikari og Rögnvaldur Borgþórsson gítarleikari.Music by Dusty Miller er fyrsta plata hljómsveitarinnar Dusty og var hún tekin upp í september 2012, í Stúdíói Paradís og kom út fyrir skömmu. Sveitin var stofnuð veturinn 2011 og tæpu ári seinna var lagt í gerð þessarar fyrstu plötu. Meðlimir sveitarinnar eru, þrátt fyrir ungan aldur, nokkuð reyndir þátttakendur úr íslensku tónlistarlífi og hafa undanfarin ár spilað með hljómsveitum á borð við Fjallabræður, Jón Jónsson, ADHD og Perlu. „Tónlistinni á plötunni okkar, sem inniheldur tíu lög, hefur verið lýst sem sálarskotnu hreðjapoppi,“ útskýrir Tómas. Þess má til gamans geta að sveitin fjármagnaði plötu útgáfuna sjálf. Semja allir meðlimir sveitarinnar tónlistina? „Það er allur gangur á því, en á þessari hljómplötu semur Elli mest en við hinir höfum jafnt og þétt fært okkur upp á skaftið,“ segir Tómas. Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarbíói og mun húsið opna klukkan 21.00. Miðaverð í forsölu verður 1.500 krónur og 2.000 krónur við innganginn. Einnig verður hægt að kaupa miða og plötu á 3.000 krónur við innganginn. Tónlist Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það verður öllu tjaldað til og verðum við með Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur í bakröddum, Ara Braga Kárason á trompet, Steinar Sigurðarson á saxófón, Kára Hólmar Ragnarsson á básúnu og Ásmund Jóhannsson á slagverk, til að lífga enn frekar upp á flutninginn,“ segir Tómas Jónsson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Dusty Miller. Spurður út í nafn hljómsveitarinnar segir Tómas það koma úr nokkrum áttum en aðallega úr veiðiflugubransanum. „Elvar er mikill veiðimaður og benti okkur á þetta fagra nafn sem hann rakst á í skemmtilegri veiðiflugnabók.“ Sveitin kemur fram á útgáfutónleikum í Tjarnabíói á laugardagskvöldið næstkomandi. „Við byrjuðum sem fusion/bræðingshljómsveit og lékum meðal annars lög eftir Mezzoforte og fleiri slíkar sveitir en skiptum aðeins um gír þegar söngvarinn og píanistinn Elvar Örn Friðriksson gekk til liðs okkur,“ segir Tómas kátur. Ásamt þeim Elvar Erni og Tómasi skipa sveitina Aron Ingi Ingvason trommuleikari, Kári Árnason bassaleikari og Rögnvaldur Borgþórsson gítarleikari.Music by Dusty Miller er fyrsta plata hljómsveitarinnar Dusty og var hún tekin upp í september 2012, í Stúdíói Paradís og kom út fyrir skömmu. Sveitin var stofnuð veturinn 2011 og tæpu ári seinna var lagt í gerð þessarar fyrstu plötu. Meðlimir sveitarinnar eru, þrátt fyrir ungan aldur, nokkuð reyndir þátttakendur úr íslensku tónlistarlífi og hafa undanfarin ár spilað með hljómsveitum á borð við Fjallabræður, Jón Jónsson, ADHD og Perlu. „Tónlistinni á plötunni okkar, sem inniheldur tíu lög, hefur verið lýst sem sálarskotnu hreðjapoppi,“ útskýrir Tómas. Þess má til gamans geta að sveitin fjármagnaði plötu útgáfuna sjálf. Semja allir meðlimir sveitarinnar tónlistina? „Það er allur gangur á því, en á þessari hljómplötu semur Elli mest en við hinir höfum jafnt og þétt fært okkur upp á skaftið,“ segir Tómas. Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarbíói og mun húsið opna klukkan 21.00. Miðaverð í forsölu verður 1.500 krónur og 2.000 krónur við innganginn. Einnig verður hægt að kaupa miða og plötu á 3.000 krónur við innganginn.
Tónlist Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira