Földu kyn frumburðarins inni í útskriftartertunni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 08:30 Sif og Kári á útskriftardaginn. Mynd/Einkasafn „Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“ Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“
Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira