Engin skólagjöld! Sóley Tómasdóttir skrifar 13. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skynsamt fólk keppst við að gagnrýna hugmyndir Viðskiptaráðs um innheimtu skólagjalda við Háskólann. Eðlilega. Norrænt velferðarsamfélag innheimtir ekki skólagjöld, enda byggir það á jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa tækifæri til að mennta sig og rækta hæfileika sína – þannig tryggjum við kraftmikið, skapandi og gott samfélag. Tækifæri fólks eru vissulega háð mörgum samverkandi breytum en hér verður þó aðeins einblínt á fjárhagsleg áhrif. Ef okkur er alvara með hið norræna velferðarsamfélag, jöfnu tækifærin og gjaldfrelsið þarf að endurskoða ansi margt. Í 20 ár hefur leikskólinn verið viðurkenndur og skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar njóta yngstu börnin menntunar í samræmi við aldur og þroska. Fyrir það greiða reykvískir foreldrar hundruð þúsunda á ári. Grunnskólinn er lögbundinn og gjaldfrjáls að nafninu til. Í Reykjavík er þó rukkað fyrir afmarkaðan hluta skóladagsins, hádegisverðinn (fyrir utan frístundaheimilin sem ekki verður fjallað um hér). Fyrir hann greiða foreldrar tæpar 60 þúsund krónur á ári. Opinberir framhaldsskólar innheimta 24 þúsund á ári í innritunar- og efnisgjald og innritunargjald í HÍ er 60 þúsund á ári. Í Reykjavík ríkir ekki jafnrétti til náms. Til eru dæmi um börn sem ekki fara í leikskóla af fjárhagslegum ástæðum. Á síðasta ári var fimm börnum vikið af leikskólum borgarinnar vegna vanskila foreldra. Hvort tveggja er óásættanlegt. Börnin eru ekki mörg, en það skiptir engu máli. Mismunun er ekkert réttlætanlegri gagnvart fáum en mörgum. Gjaldtakan hefur einnig áhrif á lífskjör barnafólks og tækifæri þess til menntunar á efri stigum og eru þá ótalin önnur afleidd áhrif. Eigi hér að ríkja raunverulegt jafnrétti til náms verða öll skólastig að vera gjaldfrjáls. Það krefst endurskoðunar á nýtingu sameiginlegra sjóða, skatta og útsvars. Slík endurskoðun krefst svo aftur hugrekkis og stefnufestu. Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin í þá vinnu. Á næsta kjörtímabili verður að endurskoða gjaldheimtu borgarinnar og vinna áætlun um gjaldfrjálsa þjónustu við börn. Þannig bætum við lífskjör barnafjölskyldna og stuðlum að raunverulegu jafnrétti til náms.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun