Áhorfendur ákveða næsta lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. mars 2014 19:00 SamSam skemmtir á Café Rosenberg í kvöld. Mynd/Hanna Gestsdótti „Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur. Tónlist Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum búnar að vera í smá pásu út af Eurovision og höfum saknað strákanna mikið. Það verður gaman að syngja lögin okkar aftur,“ segir söngkonan og fyrrverandi knattspyrnukonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, en hún kemur fram ásamt systur sinni, Hófí Samúelsdóttur, og hljómsveitinni þeirra, SamSam, á Café Rosenberg í kvöld. Með þeim leika Guðmundur Reynir Gunnarsson á píanó, betur þekktur sem Mummi, Marínó Geir Lillendahl á trommur, Fannar Freyr Magnússon á gítar og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. SamSam ætlar að leika efni af óútkominni plötu en fyrsta plata sveitarinnar kemur út í haust. Áður hefur bandið gefið út lögin House og Awesome. „Við ætlum að láta áhorfendur á tónleikunum ákveða hvaða lag á að fara í upptökur næst, því við erum svo óákveðnar sjálfar,“ segir Greta Mjöll létt í lundu. Hún söng lagið Eftir eitt lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir skömmu. „Að sjálfsögðu ætlum við að taka slagarann og júrópæjurnar Ásta Björg og Rakel slást í hópinn,“ segir Greta Mjöll. Þær Ásta Björg Björgvinsdóttir og Rakel Pálsdóttir ætla einnig að hita upp með nokkrum frumsömdum lögum og þá ætla Lúxordrengirnir Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason að syngja nokkur lög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og er miðaverð 1.500 krónur.
Tónlist Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira