Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:00 Arna Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Mynd/úr einkasafni „Mér hefur alltaf þótt eftirtektarvert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hallgrímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir ásamt Steinunni sjálfri sem lesa og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálmana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálmarnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eiginkonu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á framfæri þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt eftirtektarvert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hallgrímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir ásamt Steinunni sjálfri sem lesa og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálmana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálmarnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eiginkonu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á framfæri þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið