Feitir tónleikar í nýstárlegum stíl Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:30 Jón Svavar Jósefsson: "Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja.“ Vísir/Stefán Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson flytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar í Iðnó á sunnudagskvöld. „Þetta byrjaði allt með því að við Guðrún Dalía komumst að því að tónlist Karls Ottós Runólfssonar hentaði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngvari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmyndir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleikarar eru Júlía Mogensen sellóleikari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Friðgeir Einarsson.Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Facebook-síðu þeirra.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira