Dramatík og ást með Bollywood-ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júní 2014 12:30 Útidúr í dag. "Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Mynd/ Úr einkasafni Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið