Bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2014 12:00 "Ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennskuna,“ segir Einar grallaralegur. Fréttablaðið/Valli „Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á að vera að æfa mig en er bara í tölvunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari hlæjandi, beðinn um smá viðtal um ævintýrin sem hann á fyrir höndum. Fyrst tónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 18.30, með miðaldasönghópnum Voces Thules sem hann er félagi í. „Við höfum sungið í Hörpu áður en ekki haldið okkar eigin tónleika þar fyrr. Kveikjan að þeim er sú að hópur áhugafólks um forna tónlist og nýja kemur til landsins á morgun með skemmtiferðaskipinu Black Watch og heldur svo för sinni áfram réttsælis kringum landið á fimmtudaginn. Ég var beðinn að spila á klarinett um borð með þekktum breskum tónlistarmönnum og skipuleggjendurnir spurðu hvort ég gæti sett upp einhverja tónleika fyrir klúbbinn í Hörpu. Voces Thules er með mjög þjóðlega tónlist og það verður skemmtilegt að kynna hana,“ segir Einar og tekur fram að tónleikarnir séu opnir öllum. En hefur hann siglt áður á skemmtiferðaskipi? „Nei, þetta er í fyrsta sinn og ég bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi. Ég er pínulítið nervus út af sjóveikinni, það er ekki gott að spila á blásturshljóðfæri og vera bumbult en ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennskuna! En þetta er nú risastórt skip og ég held að þau láti ekki illa.“ Fram undan er vikusigling sem endar í Newcastle, með viðkomu á Akureyri, Eskifirði og Runevik í Færeyjum og lónað verður utan við Hornbjarg. Einar kveðst hafa dregið Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu með í ferðalagið til að flytja Draumalandið og fleiri íslenskar söngperlur, meðan siglt er meðfram ströndum Íslands. „Við verðum með tónleika strax tveimur tímum eftir að við komum um borð. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akureyri á laugardaginn klukkan 18 og þar er ókeypis aðgangur. Á Eskifirði fer Ingibjörg í land. „Ég vona að einhver komi að sækja hana svo hún þurfi ekki að fara á puttanum heim,“ segir Einar sem síðan heldur áfram siglingunni til Newcastle. „Það eru frábærir músíkantar um borð og verður gaman að fá að spila með þeim.“ Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á að vera að æfa mig en er bara í tölvunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari hlæjandi, beðinn um smá viðtal um ævintýrin sem hann á fyrir höndum. Fyrst tónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 18.30, með miðaldasönghópnum Voces Thules sem hann er félagi í. „Við höfum sungið í Hörpu áður en ekki haldið okkar eigin tónleika þar fyrr. Kveikjan að þeim er sú að hópur áhugafólks um forna tónlist og nýja kemur til landsins á morgun með skemmtiferðaskipinu Black Watch og heldur svo för sinni áfram réttsælis kringum landið á fimmtudaginn. Ég var beðinn að spila á klarinett um borð með þekktum breskum tónlistarmönnum og skipuleggjendurnir spurðu hvort ég gæti sett upp einhverja tónleika fyrir klúbbinn í Hörpu. Voces Thules er með mjög þjóðlega tónlist og það verður skemmtilegt að kynna hana,“ segir Einar og tekur fram að tónleikarnir séu opnir öllum. En hefur hann siglt áður á skemmtiferðaskipi? „Nei, þetta er í fyrsta sinn og ég bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi. Ég er pínulítið nervus út af sjóveikinni, það er ekki gott að spila á blásturshljóðfæri og vera bumbult en ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennskuna! En þetta er nú risastórt skip og ég held að þau láti ekki illa.“ Fram undan er vikusigling sem endar í Newcastle, með viðkomu á Akureyri, Eskifirði og Runevik í Færeyjum og lónað verður utan við Hornbjarg. Einar kveðst hafa dregið Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu með í ferðalagið til að flytja Draumalandið og fleiri íslenskar söngperlur, meðan siglt er meðfram ströndum Íslands. „Við verðum með tónleika strax tveimur tímum eftir að við komum um borð. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akureyri á laugardaginn klukkan 18 og þar er ókeypis aðgangur. Á Eskifirði fer Ingibjörg í land. „Ég vona að einhver komi að sækja hana svo hún þurfi ekki að fara á puttanum heim,“ segir Einar sem síðan heldur áfram siglingunni til Newcastle. „Það eru frábærir músíkantar um borð og verður gaman að fá að spila með þeim.“
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira