Brjálæðisleg Bræðsla Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Magni Ásgeirsson, bræðslustjóri er miklu meira en spenntur fyrir hátíðinni. Vísir/Stefán „Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni. Tónlist Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni.
Tónlist Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira