Ný Reykjavíkurdóttir bæði maður og kona 23. ágúst 2014 10:00 Kolfinna Nikulásdóttir og Ragna/r Jónsson segja skyldumætingu á tónleika Reykjavíkurdætra á Menningarnótt. Fréttablaðið/Andri Marinó „Mér hefur aldrei liðið eins og 100 prósent karlmanni, en ekki heldur bara konu. Frekar er ég hvorugkyn. Ég er að reyna að „kynjafokka“ öllu upp! Kyn fyrir mér er ekki „annaðhvort eða,“ ég er bara ég sjálf, og tel að allir ættu að vera það kyn sem þeir vilja og ekki skammast sín fyrir það,“ segir Ragna/r Jónsson, nýjasti meðlimur stuðsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Ragna/r ólst upp í Los Angeles til 13 ára aldurs. „Foreldrar mínir eru kvikmyndagerðarfólk og hafa unnið á mörgum sviðum lista. Ég geri mér grein fyrir því að margir elska L.A. en í mínum augum er hún „the pLAstic city.“ Þá meina ég að efnishyggjan er í botni og útlit skiptir næstum öllu máli, sem sagt svolítið yfirborðskennt. En ég elska samt L.A. og þar er fullt af frábæru fólki og fallegri menningu líka,“ bætir Ragna/r við. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í Brown-háskóla í Bandaríkjunum. „Ég er núna í leyfi frá skólanum og einbeiti mér þessa dagana að því að færa íslensku þjóðinni fleiri liti í litróf lífsins,“ segir Ragna/r og hlær, en hún hefur lengi haft ástríðu fyrir rappi. „Ég hef búið með nokkrum röppurum lengi, bæði hérlendis og erlendis. Ég hef alltaf dottið við og við í rappið. Ég er lengi búin að vera í listum, til dæmis skáldskap, leiklist, dansi og alls konar elegans! Ég rak femínistablað í Providence, Rhode Island og er hluti af House of Bergeron sem er Kiki Vogue-danshópur í Providence,“ útskýrir Ragna/r sem kemur í fyrsta sinn fram með Reykjavíkurdætrum í dag og í kvöld, til að mynda í Ráðhúsinu og á Bar 11. „Það verður hellað! Mætingarskylda! Á sviðinu megið þið kalla mig Ragnarök Vanadís. Það skiptir í raun og veru engu máli hvort ég er Ragna eða Ragnar, kjóll eða smóking, kannski bara bæði? Só?“ Kolfinna Nikulásdóttir, Reykjavíkurdóttir, segir Rögnu kærkomna viðbót í hópinn. „Við erum sammála um að femínismi sé á krossgötum þessa dagana. Reykjavíkurdætur leggja sitt af mörkum til að þenja út jafnréttisbaráttuna og hvern hún varðar. Smátt og smátt minnkar tvíhyggjan og við erum að reyna að fá fólk til þess að horfast í augu við hversu ólík við erum öll í raun og hversu fjarstæðukennt það er að skilgreina allt mannkynið sem karl- eða kvenkyn.“ Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið eins og 100 prósent karlmanni, en ekki heldur bara konu. Frekar er ég hvorugkyn. Ég er að reyna að „kynjafokka“ öllu upp! Kyn fyrir mér er ekki „annaðhvort eða,“ ég er bara ég sjálf, og tel að allir ættu að vera það kyn sem þeir vilja og ekki skammast sín fyrir það,“ segir Ragna/r Jónsson, nýjasti meðlimur stuðsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Ragna/r ólst upp í Los Angeles til 13 ára aldurs. „Foreldrar mínir eru kvikmyndagerðarfólk og hafa unnið á mörgum sviðum lista. Ég geri mér grein fyrir því að margir elska L.A. en í mínum augum er hún „the pLAstic city.“ Þá meina ég að efnishyggjan er í botni og útlit skiptir næstum öllu máli, sem sagt svolítið yfirborðskennt. En ég elska samt L.A. og þar er fullt af frábæru fólki og fallegri menningu líka,“ bætir Ragna/r við. Um þessar mundir leggur hún stund á nám í Brown-háskóla í Bandaríkjunum. „Ég er núna í leyfi frá skólanum og einbeiti mér þessa dagana að því að færa íslensku þjóðinni fleiri liti í litróf lífsins,“ segir Ragna/r og hlær, en hún hefur lengi haft ástríðu fyrir rappi. „Ég hef búið með nokkrum röppurum lengi, bæði hérlendis og erlendis. Ég hef alltaf dottið við og við í rappið. Ég er lengi búin að vera í listum, til dæmis skáldskap, leiklist, dansi og alls konar elegans! Ég rak femínistablað í Providence, Rhode Island og er hluti af House of Bergeron sem er Kiki Vogue-danshópur í Providence,“ útskýrir Ragna/r sem kemur í fyrsta sinn fram með Reykjavíkurdætrum í dag og í kvöld, til að mynda í Ráðhúsinu og á Bar 11. „Það verður hellað! Mætingarskylda! Á sviðinu megið þið kalla mig Ragnarök Vanadís. Það skiptir í raun og veru engu máli hvort ég er Ragna eða Ragnar, kjóll eða smóking, kannski bara bæði? Só?“ Kolfinna Nikulásdóttir, Reykjavíkurdóttir, segir Rögnu kærkomna viðbót í hópinn. „Við erum sammála um að femínismi sé á krossgötum þessa dagana. Reykjavíkurdætur leggja sitt af mörkum til að þenja út jafnréttisbaráttuna og hvern hún varðar. Smátt og smátt minnkar tvíhyggjan og við erum að reyna að fá fólk til þess að horfast í augu við hversu ólík við erum öll í raun og hversu fjarstæðukennt það er að skilgreina allt mannkynið sem karl- eða kvenkyn.“
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira