Spiluðu fyrir einn gest og hund Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Eva hélt tónleika fyrir einn gest og hund í fyrra. MYND/Úr einkasafni „Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður. Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður.
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira