GusGus með nýja sýningu og nýjan ljóma Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. september 2014 12:00 Hljómsveitin GusGus heldur útgáfutónleika í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. mynd/ari magg „Við erum að prufukeyra nýtt sjó sem við erum að fara með um allan heim, alveg austur til Síberíu og alveg vestur til Mexíkós, og allt þar á milli,“ segir Högni Egilsson, einn söngvara hljómsveitarinnar GusGus sem heldur útgáfutónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar, Mexico, kom út fyrr á þessu ári og ætlar GusGus að fylgja henni eftir með heljarinnar tónleikaferðalagi um allan heim. „Við erum að fara með þetta sjó út um allan heim og verðum á miklu tónleikaferðalagi fram að jólum,“ segir Högni. GusGus er þekkt sem afbragðs tónleikasveit og eru tónleikar sveitarinnar jafnan mikið sjónarspil. „Við höfum unnið nýtt „visual“ efni sem er unnið af sama teymi og hannaði nýju plötuna. Við verðum með stóra skjái þar sem keyrt verður myndefni í bland við tónlistina,“ útskýrir Högni um tónleikana. Sveitin kom fram á uppseldum tónleikum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Það gekk mjög vel í Köben og við prufuðum við sjóið þar. Þetta er ný lína frá GusGus og nýr ljómi,“ bætir Högni við. Uppselt er á marga tónleika sveitarinnar í Evrópu, sem sýnir hversu vinsæl hún er. GusGus ætlar að leika efni af nýjustu plötunni en einnig eldra efni. „Þorrinn af lögunum er af síðustu tveimur plötum en við spilum líka eitthvað af eldra efni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. „Ég hlakka mikið til þess að syngja þetta fyrir fólkið. Við hlökkum mikið til tónleikaferðalagsins,“ bætir Högni við. Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum að prufukeyra nýtt sjó sem við erum að fara með um allan heim, alveg austur til Síberíu og alveg vestur til Mexíkós, og allt þar á milli,“ segir Högni Egilsson, einn söngvara hljómsveitarinnar GusGus sem heldur útgáfutónleika í Hafnarhúsinu í kvöld. Nýjasta plata sveitarinnar, Mexico, kom út fyrr á þessu ári og ætlar GusGus að fylgja henni eftir með heljarinnar tónleikaferðalagi um allan heim. „Við erum að fara með þetta sjó út um allan heim og verðum á miklu tónleikaferðalagi fram að jólum,“ segir Högni. GusGus er þekkt sem afbragðs tónleikasveit og eru tónleikar sveitarinnar jafnan mikið sjónarspil. „Við höfum unnið nýtt „visual“ efni sem er unnið af sama teymi og hannaði nýju plötuna. Við verðum með stóra skjái þar sem keyrt verður myndefni í bland við tónlistina,“ útskýrir Högni um tónleikana. Sveitin kom fram á uppseldum tónleikum í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. „Það gekk mjög vel í Köben og við prufuðum við sjóið þar. Þetta er ný lína frá GusGus og nýr ljómi,“ bætir Högni við. Uppselt er á marga tónleika sveitarinnar í Evrópu, sem sýnir hversu vinsæl hún er. GusGus ætlar að leika efni af nýjustu plötunni en einnig eldra efni. „Þorrinn af lögunum er af síðustu tveimur plötum en við spilum líka eitthvað af eldra efni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. „Ég hlakka mikið til þess að syngja þetta fyrir fólkið. Við hlökkum mikið til tónleikaferðalagsins,“ bætir Högni við.
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira