Vonast til að koma með sýninguna heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 15:00 Finnur Sigurjón og Lilja keppast við að forma dansverkið sem Lilja ætlar að frumsýna ásamt fleirum í Brooklyn 10. október. Fréttablaðið/Stefán „Það var ákveðin heimþrá í mér og mig langaði að vinna með Íslendingi,“ segir Lilja Rúriksdóttir dansari um samstarf sitt og Finns Sigurjóns Sveinbjarnarsonar sem er að semja tónlist við nýtt dansverk hennar. Hún er stödd hér á landi en fer út til New York nú í vikulokin til að hefja æfingar á verkinu því það verður frumsýnt í Brooklyn þann 10. október. Dansarar í því, auk Lilju, eru þrír og markmiðið er að sýna verkið á Íslandi eftir frumsýninguna. „Ég vona innilega að ég geti komið með sýninguna heim,“ segir hún. Lilja er tuttugu og þriggja ára og er nýútskrifaður dansari frá Juilliard-háskólanum í New York. Hún er sest að í stórborginni vestra, á þar bandarískan eiginmann sem hún kynntist í skólanum og hefur nóg að gera í dansinum með hinum ýmsu hópum. Við útskriftina úr skólanum hlaut hún verðlaun sem kallast The Hector Zaraspe Prize for Choreography og eru veitt einum fjórða árs nemanda ár hvert. „Það var mikill heiður,“ segir hún brosandi. Í sumar hlaut hún styrk frá The Mertz Gilmore Foundation til að semja nýtt verk og réð félaga sinn, Finn Sigurjón Sveinbjarnarson, til að semja tónlistina. „Ég kynntist Finni Sigurjóni í MH, við vorum þar í sömu grúppu. Hann samdi tónlist við dansverk í Listaháskólanum fyrir Gígju vinkonu mína, ég kom heim til að sjá þá sýningu og hreifst af,“ segir Lilja. „Okkur gengur bara vel með verkið. Byrjuðum hægt en um leið og við þrengdum rammann sem við vinnum í miðar okkur betur.“ Lilja er dóttir Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfara og Rúriks Vatnarssonar lögfræðings. Segja má að hún hafi farið dansandi gegnum lífið og ætli að halda því áfram. „Ég byrjaði í Dansskóla Eddu Scheving þriggja ára. Svo var ég í Listdansskóla Íslands en sautján ára fór ég til New York á sumarnámskeið í Joffrey-ballettskóla. Ákvað að halda áfram þar um veturinn og hætta í MH. Svo hef ég verið í Juilliard síðustu fjögur árin. Kom heim á sumrin í fyrstu en hef svo verið úti ýmist á námskeiðum eða að dansa með dansflokkum.“ Hún kveðst hafa verið svo heppin að geta búið hjá frænku sinni fyrst þegar hún fór út í hinn stóra heim. „Ég þekkti hana ekkert fyrir en það var dásamlegt að fá að kynnast henni,“ Lilja var í klassískum ballett lengi vel en byrjaði að leggja aukna áherslu á nútímadans í Juilliard. „Þar lærði ég líka að semja sjálf. Hluti af bekknum var tekinn í þann kúrs og við þurftum að semja stór verk.“ Dansflokkurinn sem Lilja er mest í heitir The Dash Ensemble. Það er stór grúppa sem fer um New York og nágrenni með ýmis verkefni. „Við brestum í breikdans á köflum,“ segir Lilja. „Oftast dönsum við innan dyra en síðasta sýningin var úti.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það var ákveðin heimþrá í mér og mig langaði að vinna með Íslendingi,“ segir Lilja Rúriksdóttir dansari um samstarf sitt og Finns Sigurjóns Sveinbjarnarsonar sem er að semja tónlist við nýtt dansverk hennar. Hún er stödd hér á landi en fer út til New York nú í vikulokin til að hefja æfingar á verkinu því það verður frumsýnt í Brooklyn þann 10. október. Dansarar í því, auk Lilju, eru þrír og markmiðið er að sýna verkið á Íslandi eftir frumsýninguna. „Ég vona innilega að ég geti komið með sýninguna heim,“ segir hún. Lilja er tuttugu og þriggja ára og er nýútskrifaður dansari frá Juilliard-háskólanum í New York. Hún er sest að í stórborginni vestra, á þar bandarískan eiginmann sem hún kynntist í skólanum og hefur nóg að gera í dansinum með hinum ýmsu hópum. Við útskriftina úr skólanum hlaut hún verðlaun sem kallast The Hector Zaraspe Prize for Choreography og eru veitt einum fjórða árs nemanda ár hvert. „Það var mikill heiður,“ segir hún brosandi. Í sumar hlaut hún styrk frá The Mertz Gilmore Foundation til að semja nýtt verk og réð félaga sinn, Finn Sigurjón Sveinbjarnarson, til að semja tónlistina. „Ég kynntist Finni Sigurjóni í MH, við vorum þar í sömu grúppu. Hann samdi tónlist við dansverk í Listaháskólanum fyrir Gígju vinkonu mína, ég kom heim til að sjá þá sýningu og hreifst af,“ segir Lilja. „Okkur gengur bara vel með verkið. Byrjuðum hægt en um leið og við þrengdum rammann sem við vinnum í miðar okkur betur.“ Lilja er dóttir Hörpu Helgadóttur sjúkraþjálfara og Rúriks Vatnarssonar lögfræðings. Segja má að hún hafi farið dansandi gegnum lífið og ætli að halda því áfram. „Ég byrjaði í Dansskóla Eddu Scheving þriggja ára. Svo var ég í Listdansskóla Íslands en sautján ára fór ég til New York á sumarnámskeið í Joffrey-ballettskóla. Ákvað að halda áfram þar um veturinn og hætta í MH. Svo hef ég verið í Juilliard síðustu fjögur árin. Kom heim á sumrin í fyrstu en hef svo verið úti ýmist á námskeiðum eða að dansa með dansflokkum.“ Hún kveðst hafa verið svo heppin að geta búið hjá frænku sinni fyrst þegar hún fór út í hinn stóra heim. „Ég þekkti hana ekkert fyrir en það var dásamlegt að fá að kynnast henni,“ Lilja var í klassískum ballett lengi vel en byrjaði að leggja aukna áherslu á nútímadans í Juilliard. „Þar lærði ég líka að semja sjálf. Hluti af bekknum var tekinn í þann kúrs og við þurftum að semja stór verk.“ Dansflokkurinn sem Lilja er mest í heitir The Dash Ensemble. Það er stór grúppa sem fer um New York og nágrenni með ýmis verkefni. „Við brestum í breikdans á köflum,“ segir Lilja. „Oftast dönsum við innan dyra en síðasta sýningin var úti.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið