Þegar fortíðin hættir að líða Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. október 2014 12:00 Hjörtur Marteinsson. „Ljóðmælandi bókarinnar býr sér til þessa persónu og kallar hana afa.“ Vísir/Ernir Ljóðin fjalla í raun ekki um afa minn, þótt bókin sé tileinkuð honum,“ segir Hjörtur Marteinsson um viðfangsefni ljóðabókarinnar Alzheimer-tilbrigðin sem í gær hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. „Þegar afi minn dó hafði hann byrjað ritun æviminninga sinna, sem reyndist honum erfitt þar sem minnið var farið að svíkja hann og það má segja að það hafi orðið kveikjan að þessum prósaljóðum að verða vitni að því hversu þungt honum féll það. En ljóðmælandi bókarinnar býr sér til þessa persónu og kallar hana afa, það er engin bein fyrirmynd að henni.“ Í umsögn dómnefndar um Alzheimer-tilbrigðin segir: „Nálgunin er afar myndræn og í henni birtist eins konar natúralískur súrrealismi þegar sýnt er hvernig lífið getur glatast fólki og það stigið inn í hliðartilveru sína, aðeins til að villast í eigin fortíð. Sjónarhorn bókarinnar liggur í félagsskap aðstandanda sem nær til afa síns inn á milli og verður um leið sjálfur reynslunni ríkari.“ Ljóðin tengjast innbyrðis og segja samfellda sögu og Hjörtur segir þau hafa komið til sín nánast fullsköpuð. Hjörtur er ekki óvanur því að vinna til verðlauna fyrir verk sín, hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00 og Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Hann telur sig þó greinilega ekki fullnuma rithöfund því nú hefur hann sest á skólabekk og nemur ritlist við HÍ. „Það nám hefur komið mér þægilega á óvart,“ segir hann. „Ég er búinn að vera að vinna að skáldsögu í mörg ár og er, þér að segja, kominn með heilt bílhlass af blaðsíðum sem ég nýti mér námið til að vinsa úr og skera niður.“ Alzheimer-tilbrigðin er komin út hjá bókaútgáfunni Tunglinu, sem hefur haft þann háttinn á að gefa bækur út í 69 eintökum og farga þeim sem seljast ekki á fullu tungli, en Hjörtur segir hlæjandi að þeir ætli nú að gera undantekningu á þeirri reglu fyrir verðlaunabókina. „Eintökin verða eitthvað fleiri og lesendur ættu ekki að vera í vandræðum með að nálgast bókina.“ Hjörtur, sem er íslenskukennari á unglingastigi við Árbæjarskóla, hefur einnig lagt stund á myndlist og haldið sex einkasýningar hér innanlands, m.a. í Nýlistasafninu gamla við Vatnsstíg og í Listasafni ASÍ. Auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. Önnur þeirra sýninga stendur nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ljóðin fjalla í raun ekki um afa minn, þótt bókin sé tileinkuð honum,“ segir Hjörtur Marteinsson um viðfangsefni ljóðabókarinnar Alzheimer-tilbrigðin sem í gær hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. „Þegar afi minn dó hafði hann byrjað ritun æviminninga sinna, sem reyndist honum erfitt þar sem minnið var farið að svíkja hann og það má segja að það hafi orðið kveikjan að þessum prósaljóðum að verða vitni að því hversu þungt honum féll það. En ljóðmælandi bókarinnar býr sér til þessa persónu og kallar hana afa, það er engin bein fyrirmynd að henni.“ Í umsögn dómnefndar um Alzheimer-tilbrigðin segir: „Nálgunin er afar myndræn og í henni birtist eins konar natúralískur súrrealismi þegar sýnt er hvernig lífið getur glatast fólki og það stigið inn í hliðartilveru sína, aðeins til að villast í eigin fortíð. Sjónarhorn bókarinnar liggur í félagsskap aðstandanda sem nær til afa síns inn á milli og verður um leið sjálfur reynslunni ríkari.“ Ljóðin tengjast innbyrðis og segja samfellda sögu og Hjörtur segir þau hafa komið til sín nánast fullsköpuð. Hjörtur er ekki óvanur því að vinna til verðlauna fyrir verk sín, hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00 og Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Hann telur sig þó greinilega ekki fullnuma rithöfund því nú hefur hann sest á skólabekk og nemur ritlist við HÍ. „Það nám hefur komið mér þægilega á óvart,“ segir hann. „Ég er búinn að vera að vinna að skáldsögu í mörg ár og er, þér að segja, kominn með heilt bílhlass af blaðsíðum sem ég nýti mér námið til að vinsa úr og skera niður.“ Alzheimer-tilbrigðin er komin út hjá bókaútgáfunni Tunglinu, sem hefur haft þann háttinn á að gefa bækur út í 69 eintökum og farga þeim sem seljast ekki á fullu tungli, en Hjörtur segir hlæjandi að þeir ætli nú að gera undantekningu á þeirri reglu fyrir verðlaunabókina. „Eintökin verða eitthvað fleiri og lesendur ættu ekki að vera í vandræðum með að nálgast bókina.“ Hjörtur, sem er íslenskukennari á unglingastigi við Árbæjarskóla, hefur einnig lagt stund á myndlist og haldið sex einkasýningar hér innanlands, m.a. í Nýlistasafninu gamla við Vatnsstíg og í Listasafni ASÍ. Auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. Önnur þeirra sýninga stendur nú yfir í Listasafni Ísafjarðar.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira