Ljóð kvenna lesin og sungin á Bakkanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 13:00 Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári og segir þangað koma bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn. Stofan er hluti hins nýja verkefnis Bókabæirnir austanfjalls. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14. Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum. „Svo mun Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi um skáldkonuna Erlu og Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.“ Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári. Hún er bókmenntafræðingur og kveðst alin upp í anda kvenréttinda. Þetta tvennt hafi sameinast í hugmyndinni um konubókastofu. „Ég sá safn á Englandi 2008 sem er eingöngu með bækur eftir konur. Þegar ég gekk þar út ákvað ég að stofna svona á Íslandi þegar ég kæmi heim. „Ég sagði mörgum frá fyrirætlan minni og eftir viðtal við mig í Landanum fóru mér að berast bækur eftir konur hvaðanæva af landinu. Hellingur af bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og bækurnar streyma til mín stanslaust. Ein kom núna í morgun, afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin hennar ömmu og þessi amma hét Laufey Sigríður og var Kristjánsdóttir. Rannveig Anna segir sveitarfélagið Árborg hafa skaffað Konubókastofunni herbergi í Blátúni á Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið of lítið þannig að næsta skref er að finna stærra,“ segir hún. „En Rauða húsið er svo elskulegt að leyfa mér að halda ljóðahátíðina þar.“ Konubókastofan er varðveislu- og fræðslusafn með vefsíðuna konubokastofa.is. Elsta bókin þar er frá 1886, það er handavinnubók eftir þrjá höfunda, þar á meðal Þóru biskups. „Hver sem er getur komið og fræðst um bækurnar og höfunda þeirra en við lánum þær ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna sem er í lokin spurð hvort hún sé skáld. „Nei, því miður, það væri dásamlegt. En ég hef heilmikinn áhuga á skáldskap.“ Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14. Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum. „Svo mun Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi um skáldkonuna Erlu og Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.“ Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári. Hún er bókmenntafræðingur og kveðst alin upp í anda kvenréttinda. Þetta tvennt hafi sameinast í hugmyndinni um konubókastofu. „Ég sá safn á Englandi 2008 sem er eingöngu með bækur eftir konur. Þegar ég gekk þar út ákvað ég að stofna svona á Íslandi þegar ég kæmi heim. „Ég sagði mörgum frá fyrirætlan minni og eftir viðtal við mig í Landanum fóru mér að berast bækur eftir konur hvaðanæva af landinu. Hellingur af bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og bækurnar streyma til mín stanslaust. Ein kom núna í morgun, afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin hennar ömmu og þessi amma hét Laufey Sigríður og var Kristjánsdóttir. Rannveig Anna segir sveitarfélagið Árborg hafa skaffað Konubókastofunni herbergi í Blátúni á Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið of lítið þannig að næsta skref er að finna stærra,“ segir hún. „En Rauða húsið er svo elskulegt að leyfa mér að halda ljóðahátíðina þar.“ Konubókastofan er varðveislu- og fræðslusafn með vefsíðuna konubokastofa.is. Elsta bókin þar er frá 1886, það er handavinnubók eftir þrjá höfunda, þar á meðal Þóru biskups. „Hver sem er getur komið og fræðst um bækurnar og höfunda þeirra en við lánum þær ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna sem er í lokin spurð hvort hún sé skáld. „Nei, því miður, það væri dásamlegt. En ég hef heilmikinn áhuga á skáldskap.“
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira