Elítan í norrænum barnabókmenntum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. október 2014 12:30 Tinna Ásgeirsdóttir: „Allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Vísir/Ernir Alþjóðlega barnabókahátíðin Mýrin hefst í sjöunda sinn í Norræna húsinu á morgun og stendur fram á sunnudag. Á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta, ýmsar málstofur, sköpunarsmiðjur og fleira og fleira. „Þetta er þétt dagskrá,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri. „Á morgun verður dagskrá fyrir skólahópa, málstofur og stefnumót við höfunda, á föstudag er málþing um framtíðina í barnabókmenntum sem stendur allan daginn og þarf að skrá sig á. Á laugardag verða fleiri málstofur, meðal annars málstofa um það hvernig rithöfundar og barnabókmenntir nálgast viðkvæm viðfangsefni á borð við dauðann og önnur um það sem er tabú að skrifa um í barnabókum á hverjum tíma undir yfirskriftinni Tabú og tíðarandi, sem ég held að verði mjög skemmtileg.“ Á sunnudaginn verða svo upplestrar, leiðsögn og myndasmiðja fyrir börn og foreldra. „Það er rétt að undirstrika að smiðjurnar eru allar hugsaðar sem fjölskylduviðburðir,“ segir Tinna. „Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þeim með börnum sínum.“ Á laugardag og sunnudag munu þeir höfundar sem eru tilnefndir í ár til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs lesa upp úr bókum sínum frá klukkan 13 til 15. „Þetta er elítan í barnabókmenntum á Norðurlöndunum í dag,“ segir Tinna. „Og allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Allar upplýsingar um viðburðina og tímasetningar þeirra er að finna á heimasíðu hátíðarinnar myrin.is. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Alþjóðlega barnabókahátíðin Mýrin hefst í sjöunda sinn í Norræna húsinu á morgun og stendur fram á sunnudag. Á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta, ýmsar málstofur, sköpunarsmiðjur og fleira og fleira. „Þetta er þétt dagskrá,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri. „Á morgun verður dagskrá fyrir skólahópa, málstofur og stefnumót við höfunda, á föstudag er málþing um framtíðina í barnabókmenntum sem stendur allan daginn og þarf að skrá sig á. Á laugardag verða fleiri málstofur, meðal annars málstofa um það hvernig rithöfundar og barnabókmenntir nálgast viðkvæm viðfangsefni á borð við dauðann og önnur um það sem er tabú að skrifa um í barnabókum á hverjum tíma undir yfirskriftinni Tabú og tíðarandi, sem ég held að verði mjög skemmtileg.“ Á sunnudaginn verða svo upplestrar, leiðsögn og myndasmiðja fyrir börn og foreldra. „Það er rétt að undirstrika að smiðjurnar eru allar hugsaðar sem fjölskylduviðburðir,“ segir Tinna. „Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þeim með börnum sínum.“ Á laugardag og sunnudag munu þeir höfundar sem eru tilnefndir í ár til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs lesa upp úr bókum sínum frá klukkan 13 til 15. „Þetta er elítan í barnabókmenntum á Norðurlöndunum í dag,“ segir Tinna. „Og allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Allar upplýsingar um viðburðina og tímasetningar þeirra er að finna á heimasíðu hátíðarinnar myrin.is.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira