Leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 15:00 Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“ Krakkar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“
Krakkar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira