Tvö hundruð manna uppfærsla á Don Carlo 17. október 2014 13:30 Margir af okkar bestu söngvurum stíga á svið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo. Mynd/Íslenska óperan Óperan Don Carlo verður frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu á laugardaginn. Í aðalhlutverkum í þessu verki Giuseppe Verdi eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Filippusar konungs, Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki Eboli prinsessu, Helga Rós Indriðadóttir í hlutverki Elisabettu drottningar og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverki Rodrigo, en þau tvö síðastnefndu þreyta nú frumraun sína hjá Íslensku óperunni. Rúmur áratugur er síðan Kristinn Sigmundsson kom síðast fram í óperuhlutverki hér á landi, en hann kemur reglulega fram á fjölum virtustu óperuhúsa heims. Aðrir söngvarar í sýningunni í smærri hlutverkum eru Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Erla Björg Káradóttir, Örvar Már Kristinsson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk Kórs Íslensku óperunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmyndar- og búningahöfundur er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Óperan Don Carlo hefur aldrei áður verið sviðssett hér á landi, en hún er meðal þekktustu verka ítalska óperutónskáldsins Giuseppe Verdi. Óperan er byggð á samnefndu leikriti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Óperan er með stærstu verkum Verdi og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óperunnar nú. Aðeins fjórar sýningar eru fyrirhugaðar og verða þær næstu fjóra laugardaga. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Óperan Don Carlo verður frumsýnd í Íslensku óperunni í Hörpu á laugardaginn. Í aðalhlutverkum í þessu verki Giuseppe Verdi eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Filippusar konungs, Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki Eboli prinsessu, Helga Rós Indriðadóttir í hlutverki Elisabettu drottningar og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverki Rodrigo, en þau tvö síðastnefndu þreyta nú frumraun sína hjá Íslensku óperunni. Rúmur áratugur er síðan Kristinn Sigmundsson kom síðast fram í óperuhlutverki hér á landi, en hann kemur reglulega fram á fjölum virtustu óperuhúsa heims. Aðrir söngvarar í sýningunni í smærri hlutverkum eru Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Erla Björg Káradóttir, Örvar Már Kristinsson og Hallveig Rúnarsdóttir, auk Kórs Íslensku óperunnar. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmyndar- og búningahöfundur er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Óperan Don Carlo hefur aldrei áður verið sviðssett hér á landi, en hún er meðal þekktustu verka ítalska óperutónskáldsins Giuseppe Verdi. Óperan er byggð á samnefndu leikriti þýska leikskáldsins Friedrich Schiller og er sagan sjálf skálduð en persónur hennar voru uppi á sínum tíma. Óperan er með stærstu verkum Verdi og koma hátt í 200 manns að uppfærslu Íslensku óperunnar nú. Aðeins fjórar sýningar eru fyrirhugaðar og verða þær næstu fjóra laugardaga.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira