Eitt ástsælasta tónverk allra tíma Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 12:00 Söngsveitin Fílharmónía. Kórinn hefur nokkrum sinnum flutt sálumessuna áður, síðast árið 2008. Mynd: Fílharmónía Þetta er alveg geggjað verk,“ segir Magnús Ragnarsson stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu sem flytur Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms í Langholtskirkju í dag og á morgun klukkan 16 ásamt einsöngvurunum Kristni Sigmundssyni og Hallveigu Rúnarsdóttur. „Fílharmónía hefur nokkrum sinnum flutt þetta verk, í fyrsta skipti skömmu eftir stofnun kórsins,“ segir Magnús. „Síðast fluttum við það með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2008 og fórum þá með verkið til Póllands, en það er ennþá skemmtilegra að taka þetta upp núna enda eru þetta nærri sjötíu mínútur af nánast stöðugum kórsöng sem er mjög óvenjulegt í kórverkum, þau skiptast yfirleitt nokkuð jafnt milli einsöngvara og kórs.“ Magnús segir sálumessuna vera í miklu uppáhaldi, ekki bara hjá sér heldur tónlistarfólki almennt. „Þegar maður talar við fólk í bransanum, bæði hér heima og erlendis, og spyr um uppáhalds tónverkin þess þá er þetta verk oftar en ekki í efsta sætinu, enda er það mjög sérstakt. Þetta er sálumessa en ekki í hefðbundnum sálumessutakti. Brahms valdi sjálfur texta héðan og þaðan úr ritningunni meira út frá hinum syrgjandi en þeim dána.“ Verkið er í sjö köflum og Magnús segir Brahms hafa samið það á löngum tíma. „Það er talið að kveikjan að því hafi verið dauði tónskáldsins Roberts Schumann, sem var góður vinur Brahms, og þegar móðir hans dó nokkrum árum síðar bætti hann síðan köflum við sálumessuna og flutti hana.“ Útgáfan sem Fílharmónía flytur nú er fyrir kór og tvö píanó og Magnús segir hana hafa orðið til skömmu eftir frumflutning verksins. „Sú útgáfa gefur tækifæri til meiri blæbrigða í söngnum því þegar sungið er með hljómsveit þarf að hafa sig allan við til að yfirgnæfa hljóðfærin en núna getum við alveg leyft okkur að syngja mjög veikt á köflum.“ Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er alveg geggjað verk,“ segir Magnús Ragnarsson stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu sem flytur Ein deutsches Requiem eftir Johannes Brahms í Langholtskirkju í dag og á morgun klukkan 16 ásamt einsöngvurunum Kristni Sigmundssyni og Hallveigu Rúnarsdóttur. „Fílharmónía hefur nokkrum sinnum flutt þetta verk, í fyrsta skipti skömmu eftir stofnun kórsins,“ segir Magnús. „Síðast fluttum við það með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2008 og fórum þá með verkið til Póllands, en það er ennþá skemmtilegra að taka þetta upp núna enda eru þetta nærri sjötíu mínútur af nánast stöðugum kórsöng sem er mjög óvenjulegt í kórverkum, þau skiptast yfirleitt nokkuð jafnt milli einsöngvara og kórs.“ Magnús segir sálumessuna vera í miklu uppáhaldi, ekki bara hjá sér heldur tónlistarfólki almennt. „Þegar maður talar við fólk í bransanum, bæði hér heima og erlendis, og spyr um uppáhalds tónverkin þess þá er þetta verk oftar en ekki í efsta sætinu, enda er það mjög sérstakt. Þetta er sálumessa en ekki í hefðbundnum sálumessutakti. Brahms valdi sjálfur texta héðan og þaðan úr ritningunni meira út frá hinum syrgjandi en þeim dána.“ Verkið er í sjö köflum og Magnús segir Brahms hafa samið það á löngum tíma. „Það er talið að kveikjan að því hafi verið dauði tónskáldsins Roberts Schumann, sem var góður vinur Brahms, og þegar móðir hans dó nokkrum árum síðar bætti hann síðan köflum við sálumessuna og flutti hana.“ Útgáfan sem Fílharmónía flytur nú er fyrir kór og tvö píanó og Magnús segir hana hafa orðið til skömmu eftir frumflutning verksins. „Sú útgáfa gefur tækifæri til meiri blæbrigða í söngnum því þegar sungið er með hljómsveit þarf að hafa sig allan við til að yfirgnæfa hljóðfærin en núna getum við alveg leyft okkur að syngja mjög veikt á köflum.“
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira