Sala á Scholz gæti skilað Stjörnunni tugum milljóna í janúar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 08:30 Alexander Scholz skilaði góðu starfi fyrir Stjörnuna og Garðbæingar halda áfram að græða á gæðum hans. Vísir/Getty Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Knattspyrnudeild Stjörnunnar á von á myndarlegri búbót í byrjun árs, en nánast er öruggt að danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem spilaði með Stjörnunni sumarið 2012, verði seldur frá Lokeren. Þegar Stjarnan seldi miðvörðinn unga til belgíska félagsins samdi það um að fá tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og það mun skila liðinu á endanum tæplega fimmtíu milljónum króna. Scholz var einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2012 þegar Stjarnan var hársbreidd frá Evrópukeppni og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar, og Garðbæingar halda áfram að græða á Dananum. Þetta eru vafalítið ein bestu viðskipti sem félagið hefur gert.Fjögur lið berjast Staðið hefur til í nokkurn tíma að Scholz verði seldur frá Lokeren, en í gær láku fréttir þess efnis frá félaginu til belgískra fjölmiðla. Haft er eftir forseta félagsins að tilboð upp á þrjár milljónir evra eða jafnvirði 466 milljóna króna hafi borist í Danann. Belgísku stórliðin Club Brugge og Anderlecht, austurríska liðið Red Bull Salzburg og fjárfestingahópur frá Katar berjast um leikmanninn. Katar-hópurinn er talinn ætla fara svipaða leið og með Belgann unga Maxime Lestienne. Hann var keyptur til Katar en lánaður um leið til Genoa í Seríu A.Fá söluverðið tvöfalt aftur Lokeren keypti Scholz af Stjörnunni á 150.000 evrur eða 23 milljónir króna, að því er fram kemur í frétt Voetball Belgie. Sem fyrr segir fá Garðbæingar svo tíu prósent af næstu sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði Scholz því seldur fyrir þrjár milljónir evra eins og forsetinn býst við fær Stjarnan 300.000 evrur eða 46,6 milljónir króna. Verði Scholz seldur út fyrir Belgíu myndi 0,5 prósent af heildarupphæð uppeldisbótanna renna til Stjörnunnar þar sem hann spilaði með liðinu í eitt ár þegar hann var tvítugur. Það gera 2,3 milljónir þannig í heildina fengi Stjarnan 48,9 milljónir fyrir næstu sölu Danans, ef miðað er við fréttir belgískra miðla í gær. Uppeldisfélag Scholz, Vejle, kæmi best út úr uppeldisbótunum en þrettán milljónir króna færu til þess og sjö milljónir til Lokeren. Stjarnan græðir nú á tá og fingri vegna mikillar og glæsilegrar uppbyggingar félagsins og árangurs meistaraflokks karla. Stjörnumenn fóru alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð sem skilaði félaginu 83 milljónum króna.Alexander Scholz í landsleik á móti Stjörnumanninum Þorra Geir Rúnarssyni.Vísir/GettySlegið í gegn Alexander Scholz varð 22 ára gamall í október, en hann endurræsti fótboltaferilinn hjá Stjörnunni 2012. Hann hafði þá tekið sér eins árs frí, en spilaði frábærlega fyrir Garðbæinga og er í miklum metum hjá Stjörnumönnum sem hann heldur enn góðu sambandi við. Hjá Lokeren hefur hann slegið í gegn, en á fyrsta tímabili sínu var hann reglulega valinn í lið vikunnar og þá skoraði hann sigurmarkið í 1-0 sigri Lokeren gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum hans í Zulte-Waregem í úrslitum belgísku bikarkeppninnar í vor. Hann vann sér aftur inn sæti í U21-árs liði Danmerkur, en fram hjá honum hafði verið litið um nokkurt skeið. Honum var seint fyrirgefið að hafa tekið sér eins árs frí. Scholz byrjaði báða leikina með Dönum gegn Íslandi í umspili um sæti á EM U21-árs landsliða sem fram fer í Tékklandi á næsta ári og verður hann væntanlega í hópnum þegar að mótinu kemur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira