Nauðungarflutningar ríkisstarfsmanna … af því bara Árni Stefán Jónsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir þau sjónarmið að æskilegt sé að hið opinbera starfi jafnt út á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu og í þeim efnum getum við gert mun betur en nú er. Staðsetning stofnunar má þó aldrei ráðast af tilviljunum eða þröngum hagsmunum einstakra landsvæða og jafnvel stjórnmálamanna og ástæðan má heldur ekki vera „af því bara“! Það er tvennt ólíkt að setja niður starfsemi opinberra fyrirtækja eða stofnana á landsbyggðinni og að taka rótgróna stofnun og flytja hana út á land með manni og mús, eins og nú er reynt með flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Það sem er ólíkt við þessar tvær aðgerðir er í fyrsta lagi það að þegar opinber starfsemi er byggð upp frá grunni á viðkomandi landsvæði vex mannauðurinn með stofnuninni og tekur þátt í að þróa starfsemina. Þegar reynt er hins vegar að flytja stofnun með valdi með öllu sem henni tilheyrir, jafnt innanstokksmunum sem starfsmönnum, þá tapast mikill mannauður og þekking í leiðinni. Síðarnefnda aðferðin er algjörlega ólíðandi gagnvart starfsmönnum stofnunarinnar og brýtur illilega í bága við nútíma mannauðs- og fjölskyldustefnu stofnana og fyrirtækja. Starfsmenn stofnunarinnar eru ekki eyland og ef þess er krafist að þeir flytji með stofnuninni milli landsvæða, neyðast börn þeirra og maki til að flytja líka, algjörlega burtséð frá aðstæðum þeirra, einungis af því það hentar hagsmunum einhverra stjórnmálamanna.Norska leiðin, eða hvað? Svo er það hin hliðin á málinu. Þykir til dæmis sannað að flutningur stofnunarinnar sé góður fyrir starfsemina? Sjávarútvegsráðherra vill meina að slíkur flutningur hafi jákvæð áhrif og benti m.a. á reynslu Norðmanna: „Ef við horfum bara til reynslu þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á, en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma.“ Nú er hins vegar að koma í ljós að ráðherra á í mesta basli með að finna þessum orðum sínum stað í raunveruleikanum. Því hið andstæða hefur komið fram í skýrslu sem norsk stjórnvöld létu gera árið 2009, um mat á flutningi stofnana út á land. Í þeirri úttekt kemur fram að afar lítið jákvætt er hægt að segja um þeirra reynslu, en mjög margt neikvætt. Þar kemur til dæmis fram eins og margoft er búið að halda fram í umræðunni um flutning Fiskistofunnar að í raun séu það alltaf afar fáir starfsmenn sem flytja með þegar stofnun er flutt með þessum hætti. Þar af leiðandi tapast bæði reynsla og sérfræðiþekkingin algjörlega og það tekur fleiri fleiri ár að vinna hana upp aftur. Í millitíðinni hefur það auðvitað valdið miklum skaða. Þá kemur einnig fram að kostnaðurinn við flutning stofnunar hleypur alltaf á milljónum og flutningurinn hefur lítil hagræn áhrif á þau svæði sem þær voru fluttar til. Þó skal tekið fram hér að hvergi liggur fyrir kostnaðarmat á flutningi Fiskistofu þó margoft hafi verið kallað eftir því.Hugrekki óskast Nú er spurningin hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur pólitískt hugrekki til að líta aftur hlutlægt yfir málið og meta að nýju þau rök og ábendingar sem hafa komið fram og hætta við þennan gjörning. Ef hugrekkið reynist ekki nægjanlegt má vera að hann vilji þá fresta málinu og skoða betur þangað til einhver haldbær rök liggja fyrir því sem boðað hefur verið.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar