Kallar saman helstu fiðluleikara þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2014 13:45 "Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir Guðný. Fréttablaðið/Stefán „Allir núverandi nemendur mínir eru með atriði á þessum tónleikum. Þeir á aldrinum fjórtán ára til tvítugs og eru í alls konar hlutverkum. Við ætlum að hafa þetta bæði fjörlegt og afslappað,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í léttum tón. Hún virðist ekkert stressuð þótt mikið standi til á morgun í tilefni af 40 ára kennsluafmæli hennar, stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju með 30 listamönnum, henni þar á meðal. „Ég er búin að kalla saman alla helstu fiðluleikara þjóðarinnar til að vera með mér, nokkrir þeirra eru vinnandi eða í námi erlendis og koma til landsins í fyrramálið. Fyrsta algera samæfingin verður því klukkutíma fyrir tónleikana.“ Guðný kveðst engan veginn ná utan um allan þann fjölda sem sótt hafi fiðlutíma hjá henni. Það sé útilokað. „En það koma fram dúó og tríó og aðeins stærri hópar og svo spilar stærsti hópurinn saman í lokin. Við erum tuttugu og fjögur í honum,“ segir hún og kveðst hlakka til. Verkin á tónleikunum ná aftur til tíma barokksins og á dagskránni er meðal annars sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev sem nemendur Guðnýjar, sá elsti og yngsti, spila. Einnig segir Guðný verða frumflutt eitt nýtt verk eftir fimmtán ára nemanda hennar. „Væntanlega! Ég hef reyndar ekki séð verkið enn þá en það er nú ekki kominn sunnudagur,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt.“ Hápunkt tónleikanna segir Guðný verða flutning á hinu stórbrotna verki Ciaccone, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir einleiksfiðlu en einn af fyrrverandi nemendum hennar, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur útsett fyrir margar fiðlur og víólur. „Bjarni Frímann gerir ýmislegt fleira, enda fjölhæfur piltur. Hann kemur fram í víóluverki og spilar líka eitthvað á píanó,“ lýsir hún. Það er ekki bara fjörutíu ára kennsluafmæli hjá Guðnýju heldur vill líka svo til að bærinn hennar er fjörutíu ára og sóknin einnig.„Seltjarnarnes er minn heimabær núna þótt ég sé upphaflega úr Kópavoginum. Því er algerlega við hæfi að halda tónleikana í Seltjarnarneskirkju,“ segir hún. Þótt Guðný eigi 40 ár að baki í tónlistarkennslunni er hún hvergi nærri hætt. „Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir hún. Og þegar myndatakan er skipulögð: „Ég er að kenna heima, vinnustofan er bak við hús og ljósmyndarinn getur örugglega runnið á hljóðið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Seltjarnarneskirkju, aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðný hóf fiðlunám 6 ára gömul, fyrst hjá Ernu Másdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tveimur árum síðar varð Björn Ólafsson, þáverandi konsertmeistari, kennari hennar og var það allt þar til hún hóf nám við Eastman-tónlistarháskólann í Rochester í New York. Þaðan útskrifaðist hún með bakkalárgráðu og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir einleik. Síðan nam hún eitt ár við Royal College of Music í London. Guðný lauk mastersgráðu við Juilliard-skólann í New York nokkrum dögum áður en hún vann prufuspil fyrir 1. konsertmeistarastöðuna hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1974, þeirri stöðu gegndi hún til októberloka árið 2010. Kennsla hefur verið stór þáttur í starfi Guðnýjar frá árinu 1974, bæði við tónlistarskóla og í einkatímum. Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Allir núverandi nemendur mínir eru með atriði á þessum tónleikum. Þeir á aldrinum fjórtán ára til tvítugs og eru í alls konar hlutverkum. Við ætlum að hafa þetta bæði fjörlegt og afslappað,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í léttum tón. Hún virðist ekkert stressuð þótt mikið standi til á morgun í tilefni af 40 ára kennsluafmæli hennar, stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju með 30 listamönnum, henni þar á meðal. „Ég er búin að kalla saman alla helstu fiðluleikara þjóðarinnar til að vera með mér, nokkrir þeirra eru vinnandi eða í námi erlendis og koma til landsins í fyrramálið. Fyrsta algera samæfingin verður því klukkutíma fyrir tónleikana.“ Guðný kveðst engan veginn ná utan um allan þann fjölda sem sótt hafi fiðlutíma hjá henni. Það sé útilokað. „En það koma fram dúó og tríó og aðeins stærri hópar og svo spilar stærsti hópurinn saman í lokin. Við erum tuttugu og fjögur í honum,“ segir hún og kveðst hlakka til. Verkin á tónleikunum ná aftur til tíma barokksins og á dagskránni er meðal annars sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev sem nemendur Guðnýjar, sá elsti og yngsti, spila. Einnig segir Guðný verða frumflutt eitt nýtt verk eftir fimmtán ára nemanda hennar. „Væntanlega! Ég hef reyndar ekki séð verkið enn þá en það er nú ekki kominn sunnudagur,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt.“ Hápunkt tónleikanna segir Guðný verða flutning á hinu stórbrotna verki Ciaccone, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir einleiksfiðlu en einn af fyrrverandi nemendum hennar, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur útsett fyrir margar fiðlur og víólur. „Bjarni Frímann gerir ýmislegt fleira, enda fjölhæfur piltur. Hann kemur fram í víóluverki og spilar líka eitthvað á píanó,“ lýsir hún. Það er ekki bara fjörutíu ára kennsluafmæli hjá Guðnýju heldur vill líka svo til að bærinn hennar er fjörutíu ára og sóknin einnig.„Seltjarnarnes er minn heimabær núna þótt ég sé upphaflega úr Kópavoginum. Því er algerlega við hæfi að halda tónleikana í Seltjarnarneskirkju,“ segir hún. Þótt Guðný eigi 40 ár að baki í tónlistarkennslunni er hún hvergi nærri hætt. „Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir hún. Og þegar myndatakan er skipulögð: „Ég er að kenna heima, vinnustofan er bak við hús og ljósmyndarinn getur örugglega runnið á hljóðið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Seltjarnarneskirkju, aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðný hóf fiðlunám 6 ára gömul, fyrst hjá Ernu Másdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tveimur árum síðar varð Björn Ólafsson, þáverandi konsertmeistari, kennari hennar og var það allt þar til hún hóf nám við Eastman-tónlistarháskólann í Rochester í New York. Þaðan útskrifaðist hún með bakkalárgráðu og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir einleik. Síðan nam hún eitt ár við Royal College of Music í London. Guðný lauk mastersgráðu við Juilliard-skólann í New York nokkrum dögum áður en hún vann prufuspil fyrir 1. konsertmeistarastöðuna hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1974, þeirri stöðu gegndi hún til októberloka árið 2010. Kennsla hefur verið stór þáttur í starfi Guðnýjar frá árinu 1974, bæði við tónlistarskóla og í einkatímum.
Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira