Salan magnast í takt við fjölda vindstiga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2014 10:00 Guðrún Vilmundardóttir „Því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina.“ Vísir/Valli „Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp