Heldur sig réttu megin í tungumálinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. desember 2014 13:00 Friðrik Rafnsson „Mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk.“ Vísir/Daníel „Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þessar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þremur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíðinni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kundera, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, siturðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerðasafn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólunum,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vandasamt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er einhver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gamansögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrirmyndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig réttum megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“ Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þessar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þremur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíðinni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kundera, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, siturðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerðasafn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólunum,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vandasamt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er einhver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gamansögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrirmyndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig réttum megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“
Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira