„Lét gera þetta meistaraverk í dag,“ skrifar Hafþór við mynd af húðflúrinu. Það sýnir Jón Pál lyfta stórum grjóthnullungi á hátindi ferils síns.
Hafþór Júlíus er þekktur víða um heim eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þar fer hann með hlutverk riddarans Gregor Clegane, einnig þekktur sem „Fjallið“, sem kallar ekki allt ömmu sína. Hann lenti í öðru sæti í keppninni um sterkasta mann heims í fyrra.
Þá keppni vann Jón Páll fjórum sinnum á árunum 1983 til 1990 og var hann sá fyrsti til að hampa sigri svo oft. Hann lést úr hjartaáfalli árið 1993.