Óraunhæfar hugmyndir slitabúa meðal ástæðna fyrir töfum á afnámi hafta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2015 15:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þau skilyrði sem þarf til að aflétta fjármagnshöftum á Íslandi hafa ekki fæðst, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í sérstakri umræðu um höftin á þingi í dag. Hann sagði að það væri ekkert lagatæknilegt eða efnahagslegt sem segði til um hversu lengi höftin þyrftu að vera heldur að klára þyrfti að létta á þrýstingi á krónuna til að afnema þau.Óraunhæfar væntingar „Fyrir okkar parta sem sitjum í ríkisstjórninni þá þarf það ekkert að taka vissan árafjölda, það hafa bara ekki fæðst þau skilyrði að þetta sé mögulegt,“ sagði Bjarni í umræðunni. „Það er fyrst og fremst vegna þess að slitabúin hafa ekki náð að ljúka nauðasamningum og hafa ekki haft uppi raunhæfar væntingar um það svo hægt sé að hafa uppi vilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum. Það hefur tafið ferlið,“ sagði Bjarni um ástæður þess hve langan tíma það hefur tekið að skapa skilyrði til afnáms hafta. Bjarni sagði að búið væri að kortleggja þann undirliggjandi vanda sem væri betur en áður. Það hefði verið gert af sérfræðingum og minntist Bjarni sérstaklega á að vinnan sem væri í gangi væri ekki pólitísk heldur sérfræðingavinna.Ekki markmið að græða Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og málshefjandi umræðunnar, velti því upp hvort að ríkisstjórnin væri orðin verklömuð vegna yfirlýsinga forsætisráðherra um mögulegar tekjur ríkissjóðs af afnámi haftanna. Fjármálaráðherrann sagði að það stæði heldur ekki til að hafa höft þar til búið væri að finna leiðir til að ríkissjóðir hagnaðist á afnáminu. „Ég vil ekki líta þannig á að við stöndum frammi fyrir vali um að hafa hér höft eða að hafa miklar tekjur af afnámi haftanna, það er að segja að við höfum höft á meðan við finnum ekki leiðir til að afnám þeirra skapi ríkissjóði miklar tekjur. Það er ekki verkefnið,“ sagði hann og bætti við að verkefnið væri að afnema höft á sama tíma og haldið væri í stöðugleika. Bjarni sagðist hafa trú á því að hægt verði að stíga stór skref í afnámi hafta innan skamms. „Á grundvelli þeirrar vinnu sem er í undirbúningi. Það hafa aldrei fleiri verið í fullu starfi við að þróa þær lausnir sem við munum þurfa að láta reyna á á næstu mánuðum en einmitt í dag,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira