Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Jón Þór Stefánsson skrifar 22. febrúar 2025 11:51 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Kona sem fór í fegrunaraðgerð til að losna við svokallaðan „fýlusvip“ en sá ekki mun á andliti sínu eftir aðgerðina fær ekki endurgreitt. Þetta er niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Í úrskurði nefndarinnar er málinu lýst með þeim hætti að konan hafi í lok maímánuðar á síðasta ári sent skeyti á aðra konu, sem rekur snyrtistofu og verður hér eftir kölluð snyrtifræðingur til einföldunar. Í þessu skeyti var skjáskot af mynd sem var birt á samfélagsmiðlum snyrtifræðingsins. Þessi mynd mun að öllum líkindum hafa sýnt árangur meðferðar hjá snyrtistofunni, en konan vildi sambærilegan árangur. Snyrtifræðingurinn veitti upplýsingar um þá meðferð, sem og um aðrar andlitsmeðferðir ásamt verðlista. Vildi láta eiga við „fýlusvip“ Að sögn snyrtifræðingsins óskaði konan eftir 6,6 millilítra andlitsfyllingu, en ekki kemur fram hvaða efni er mælt í millilítrum. Verð þeirrar meðferðar hafi verið 559 þúsund krónur, en konunni verið boðið að fá hana á tilboðsverði, 409 þúsund. Konan hafi hins vegar hafnað því, en samþykkt að fara í meðferð með tveggja millilítra fyllingu, sem hún greiddi 135 þúsund krónur fyrir. Þegar sú meðferð hófst hafi hún hins vegar líka óskað eftir fyllingu í varir og því lítið farið í að eiga við umræddan „fýlusvip“. Í kvörtun konunnar segir að hún hafi óskað eftir fyllingum í neflínur, munnvik, og smávegis í varir. Snyrtifræðingurinn sagt að það væri hægt fyrir 130 þúsund. Sá engan mun Eftir meðferðina hafi konan ekki sé mun á andliti sínu og telur því að þjónustan hafi ekki borið árangur. Konan gaf snyrtifræðingnum færi á að bæta úr þjónustunni eða endurgreiða sér, en ekki hafi verið fallist á það. Fram kemur að það er mat snyrtifræðingsins að þrátt fyrir það litla efni sem var notað hafi meðferðin skilað árangri, og vísaði hún til mynda því til stuðnings. Eðlilegt að árangurinn hafi ekki verið sá sami Í niðurstöðu úrskurðar kærunefndarinnar er bent á að í byrjun hafi konurnar talast við í stafrænu formi. Ákvörðunin um að fara í meðferðina hafi hins vegar farið fram á starfsstöð snyrtifræðingsins og ekki liggi fyrir gögn um samskipti þeirra þar. Þá hafi snyrtifræðingurinn verið búinn að tala um aðrar meðferðir með fleiri millilítrum myndu skila árangrinum sem konan væri að vonast eftir. Það er því eðlilegt að mati nefndarinnar að árangurinn hafi ekki verið sá sami. Því var ekki fallist á kröfu konunnar sem vildi fá annað hvort endurgreitt fyrir alla meðferðina eða til vara fyrir hluta hennar. Lýtalækningar Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar er málinu lýst með þeim hætti að konan hafi í lok maímánuðar á síðasta ári sent skeyti á aðra konu, sem rekur snyrtistofu og verður hér eftir kölluð snyrtifræðingur til einföldunar. Í þessu skeyti var skjáskot af mynd sem var birt á samfélagsmiðlum snyrtifræðingsins. Þessi mynd mun að öllum líkindum hafa sýnt árangur meðferðar hjá snyrtistofunni, en konan vildi sambærilegan árangur. Snyrtifræðingurinn veitti upplýsingar um þá meðferð, sem og um aðrar andlitsmeðferðir ásamt verðlista. Vildi láta eiga við „fýlusvip“ Að sögn snyrtifræðingsins óskaði konan eftir 6,6 millilítra andlitsfyllingu, en ekki kemur fram hvaða efni er mælt í millilítrum. Verð þeirrar meðferðar hafi verið 559 þúsund krónur, en konunni verið boðið að fá hana á tilboðsverði, 409 þúsund. Konan hafi hins vegar hafnað því, en samþykkt að fara í meðferð með tveggja millilítra fyllingu, sem hún greiddi 135 þúsund krónur fyrir. Þegar sú meðferð hófst hafi hún hins vegar líka óskað eftir fyllingu í varir og því lítið farið í að eiga við umræddan „fýlusvip“. Í kvörtun konunnar segir að hún hafi óskað eftir fyllingum í neflínur, munnvik, og smávegis í varir. Snyrtifræðingurinn sagt að það væri hægt fyrir 130 þúsund. Sá engan mun Eftir meðferðina hafi konan ekki sé mun á andliti sínu og telur því að þjónustan hafi ekki borið árangur. Konan gaf snyrtifræðingnum færi á að bæta úr þjónustunni eða endurgreiða sér, en ekki hafi verið fallist á það. Fram kemur að það er mat snyrtifræðingsins að þrátt fyrir það litla efni sem var notað hafi meðferðin skilað árangri, og vísaði hún til mynda því til stuðnings. Eðlilegt að árangurinn hafi ekki verið sá sami Í niðurstöðu úrskurðar kærunefndarinnar er bent á að í byrjun hafi konurnar talast við í stafrænu formi. Ákvörðunin um að fara í meðferðina hafi hins vegar farið fram á starfsstöð snyrtifræðingsins og ekki liggi fyrir gögn um samskipti þeirra þar. Þá hafi snyrtifræðingurinn verið búinn að tala um aðrar meðferðir með fleiri millilítrum myndu skila árangrinum sem konan væri að vonast eftir. Það er því eðlilegt að mati nefndarinnar að árangurinn hafi ekki verið sá sami. Því var ekki fallist á kröfu konunnar sem vildi fá annað hvort endurgreitt fyrir alla meðferðina eða til vara fyrir hluta hennar.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira