Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. janúar 2015 21:15 Sigrún Helga varð tvöfaldur Evrópumeistari um helgina. 22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári. Íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Sjá meira
22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári.
Íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Sjá meira