Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson var rekinn af velli í leik FH og ÍBV í Lengjubikar karla í fótbolta í gærkvöldi en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni.
Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, gaf Víði tvö gul spjöld í leiknum, það fyrra fyrir brot á 40. mínútu og það síðara fyrir leikaraskap á 80. mínútu.
Víðir reyndi þá að fiska aukaspyrnu fyrir framan vítateig FH-inga í stöðunni 1-0 fyrir FH og þegar Eyjamenn voru orðnir manni fleiri í leiknum eftir að FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu.
Sporttv sýndi beint frá leiknum og hefur tekið saman myndband með brotum Eyjmannsins og brotum FH-ingsins.
Það er hægt að sjá gulu spjöldin hjá Víði hér og gulu spjöldin hjá Böðvari hér.
FH-ingar skoruðu tvö mörk í leiknum og það er hægt að sjá mörk Sam Hewson og Brynjars Ásgeirs Guðmundssonar með því að smella hér.
