Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir urðu Íslandsmeistarar í samhliðasvigi á lokadegi Skíðamóts Íslands sem fram fór á Davík og Ólafsfirði um helgina.
Þetta var frábær helgi hjá Akureyringunum tveimur sem voru óstöðvandi þessa helgina.
Einar Kristinn og María unnu allar þrjár alpagreinarnar á mótinu en þau höfðu bæði unnið áður gullið í bæði svigi og stórsvigi.
Einar Kristinn hafði betur í úrslitum á móti Jakobi Helga Bjarnasyni en María hafði betur í úrslitum á móti Freydísi Höllu Einarsdóttur.
Samhliðasvig kvenna úrslit:
1. María Guðmundsdóttir
2. Freydís Halla Einarsdóttir
3. Auður Brynja Sölvadóttir
Samhliðasvig karla úrslit:
1. Einar Kristinn Kristgeirsson
2. Jakob Helgi Bjarnason
3. Magnús Finnsson
Einar Kristinn og María unnu þrefalt á SMÍ 2015
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
