Ólafur: Hef aldrei skilið umræðuna um brennivín í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2015 16:31 Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30