Umboðsmenn eru sníkjudýr og þarf að ná mömmunni á völlinn 28. apríl 2015 10:13 FH gæti ekki spilað á Íslandi ef liðið kæmist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. vísir/andri VÍB hélt áhugaverðan fund í morgun um fjármál í fótbolta. Þar flutti Nils Skutle erindi en hann var formaður norska liðsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Er erindi Skutle lauk voru pallborðsumræður með Skutle og Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, og Baldri Stefánssyni, varaformanni knattspyrnudeildar KR. Farið var um víðan völl og mikið rætt um hvað myndi gerast ef íslenskt félag kæmist inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeim árangri myndi fylgja miklar tekjur. Meðal annars var því vel velt upp hvar íslensku liðin myndu spila. „Við myndum ekki spila á Íslandi. Það yrði ekki hægt. Við yrðum að spila í Noregi eða Danmörku," sagði Jón Rúnar. Skutle fór ekki fögrum orðum um umboðsmenn í pallborðsumræðunum. „Umboðsmenn eru óþolandi," eða „pain in the ass" eins og Skutle orðaði það. „Þeir koma brosandi og taka svo mikinn pening af félögunum. Það verður að losna við þá úr knattspyrnuheiminum. Það er erfitt enda er venjulega mjög erfitt að losna við sníkjudýr," sagði Skutle ákveðinn en Íslendingarnir voru honum sammála um að umboðsmenn væru vandamál í fótboltaheiminum. „Við verðum að halda mönnum lengur á Íslandi. Láta þá spila 3-4 ár í Pepsi-deildinni. Þá getum við selt almennilega vöru. Við erum að gefa 16 og 17 ára stráka til útlanda. Svo erum við gagnrýndir fyrir að gefa ekki ungum leikmönnum tækifæri? Hverjum eigum við að gefa tækifæri?" sagði Jón Rúnar og Skutle tók undir að það væri mikilvægt fyrir íslensku liðin að halda sínum efnilegustu strákum lengur á landinu. „Leikmenn vilja meiri sveigjanleika í samningum til þess að komast út. Það er mjög erfitt fyrir félögin sem verða að selja einn til tvo leikmenn á ári til þess að geta staðið undir rekstrinum," sagði Baldur. Svo var einnig talað um hvernig mætti fjölga áhorfendum á íslenskum völlum. Skutle kom með ráðleggingar. „Það þarf að fá fjölskyldurnar á völlinn. Til þess að ná fjölskyldunni þá þarf að fá mömmuna með. Hún er drottningin sem ræður. Það má líka ekki vera of dýrt að fara á völlinn," sagði Skutle en hann hrósaði íslensku liðunum sem væru á réttri leið. „Menn ná aldrei árangri ef þeir eiga sér ekki draum." Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
VÍB hélt áhugaverðan fund í morgun um fjármál í fótbolta. Þar flutti Nils Skutle erindi en hann var formaður norska liðsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Er erindi Skutle lauk voru pallborðsumræður með Skutle og Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, og Baldri Stefánssyni, varaformanni knattspyrnudeildar KR. Farið var um víðan völl og mikið rætt um hvað myndi gerast ef íslenskt félag kæmist inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en þeim árangri myndi fylgja miklar tekjur. Meðal annars var því vel velt upp hvar íslensku liðin myndu spila. „Við myndum ekki spila á Íslandi. Það yrði ekki hægt. Við yrðum að spila í Noregi eða Danmörku," sagði Jón Rúnar. Skutle fór ekki fögrum orðum um umboðsmenn í pallborðsumræðunum. „Umboðsmenn eru óþolandi," eða „pain in the ass" eins og Skutle orðaði það. „Þeir koma brosandi og taka svo mikinn pening af félögunum. Það verður að losna við þá úr knattspyrnuheiminum. Það er erfitt enda er venjulega mjög erfitt að losna við sníkjudýr," sagði Skutle ákveðinn en Íslendingarnir voru honum sammála um að umboðsmenn væru vandamál í fótboltaheiminum. „Við verðum að halda mönnum lengur á Íslandi. Láta þá spila 3-4 ár í Pepsi-deildinni. Þá getum við selt almennilega vöru. Við erum að gefa 16 og 17 ára stráka til útlanda. Svo erum við gagnrýndir fyrir að gefa ekki ungum leikmönnum tækifæri? Hverjum eigum við að gefa tækifæri?" sagði Jón Rúnar og Skutle tók undir að það væri mikilvægt fyrir íslensku liðin að halda sínum efnilegustu strákum lengur á landinu. „Leikmenn vilja meiri sveigjanleika í samningum til þess að komast út. Það er mjög erfitt fyrir félögin sem verða að selja einn til tvo leikmenn á ári til þess að geta staðið undir rekstrinum," sagði Baldur. Svo var einnig talað um hvernig mætti fjölga áhorfendum á íslenskum völlum. Skutle kom með ráðleggingar. „Það þarf að fá fjölskyldurnar á völlinn. Til þess að ná fjölskyldunni þá þarf að fá mömmuna með. Hún er drottningin sem ræður. Það má líka ekki vera of dýrt að fara á völlinn," sagði Skutle en hann hrósaði íslensku liðunum sem væru á réttri leið. „Menn ná aldrei árangri ef þeir eiga sér ekki draum." Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira