Pape: Sól og sandur er stór hluti af mínu lífi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2015 09:30 Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, stóð sig vel á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í 20 leikjum. Pape verður aftur stór hluti af Víkingsliðinu sem Fréttablaðið og Vísir spáir sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið náði Evrópusæti í fyrra en nú hafa orðið miklar breytingar. „Það eru töluverðar breytingar á liðinu. Við erum ennþá að reyna að smella þessu saman og ná þeirri tengingu sem þarf. Menn hafa verið duglegir að æfa, stemningin er góð og menn hlakka til mótsins,“ segir Pape í viðtali við Vísi. „Sumir hafa aðlagast betur en aðrir. Þetta kemur bara þegar mótið fer af stað og þetta mun smella saman. Flestir af nýju mönnunum hafa staðið sig vel.“Verða þreyttir á Instagram-myndunum Pape hefur undanfarin ár farið á veturnar til Senegal þar sem hann fæddist og bjó þar til hann varð tólf ára gamall. Þetta er eitthvað sem hefur gert honum gott. „Ég gerði þetta ekki fyrstu árin mín hér á Íslandi, en eftir að ég fór árið 2012 hef ég lært mikið. Ég kem alltaf sterkari til baka. Það skiptir máli að vera í kringum ættingjana og fólkið sem er hluti af lífi mínu. Þetta verð ég að gera oftar því þetta styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Pape. „Ég ólst upp í húsi frændfólks míns. Þar voru krakkar sem ég ólst upp með fyrstu tólf árin og svo var fullt af frændfólki og ömmum. Ég á frekar stóra fjölskyldu. Mér líður alltaf mjög vel þegar ég fer til baka.“ Pape er mikill stólstrandargæi og líður hvergi betur en með sand undir yljunum. „Ég er bara vanur því. Fyrstu árin mín bjó ég fimm mínútum frá ströndinni og hún er stór hluti af mínu lífi og skiptir mig miklu máli. Alltaf þegar ég fæ tækifæri til að fara til baka geri ég það og reyni að æfa. Sandurinn styrkir mann líkamlega. Þetta er eitthvað sem ég vil gera á hverju einasta ári,“ segir Pape sem er duglegur að senda myndir af sér berum að ofan í sól og sumri á meðan Íslendingar snjóa niður. „Flestir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd en svo eru aðrir sem verða þreyttir á Instagraminu og Snapchat. Sumum finnst ekkert gaman að vera í mínus fimmtán á Íslandi þegar ég er í 30 stiga hita úti í Senegal. En menn hafa gaman að þessu,“ segir Pape og hlær.Í betra standi en á sama tíma í fyrra Pape hefur glímt við meiðsli í mjöðm undanfarin misseri og þurfti því að fara hægt af stað í vetur. „Þjálfararnir voru þolinmóðir í vetur og vita að ég á enn í vandræðum með mjaðmarmeiðslin. Ég er samt í betra standi en á sama tíma í fyrra. Sjúkraþjálfarinn minn talaði við þjálfarana og þeir þurfa fara varlega með mig,“ segir Pape. Framherjinn öflugi er engu að síður búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Víkings og þar stefnir hann á að vera þriðja maí. „Ég er kominn í byrjunarliðið núna en það er ekkert öuggt. Það eru margir að berjast um þetta sæti en markmið mitt er að vera þar. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig maður þarf að fara keyra almennilega á þetta,“ segir Pape.Segir enginn Óla að halda kjafti Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Hann leyfir Pape aldrei að slá slöku við og er duglegur að kalla á framherjann. „Óli þjálfaði mig fyrst þegar ég var 17-18 ára og þá var hann duglegro við að öskra á mig. Ég held þetta sé bara vani hjá honum. Hann lætur menn heyra það hvort sem það er ég eða einhver annar. Það segir honum enginn að ialda kjafti,“ segir Pape. „Við erum mjög góðir félagar og gerum mikið grín að hvor öðrum. Stundum kemur hann með brandara sem eru ekkert fyndnir, en svona er Óli Þórðar. Í leikjum er hann maðurinn sem þagnar ekki. Hann er alltaf tuðandi,“ segir Pape og brosir.Finn ekki fyrir sömu tengingu Víkingar misstu sinn besta mann í Aroni Elís Þrándarsyni, en hann og Pape náðu mjög vel saman í fyrra. Aron lagði upp ófá mörkin fyrir pape. „Ég hef trú á þessum hóp, en það er spurning hvernig við munum tækla það að ná þessari tengingu í sóknarleiknum. Í fyrra náðum við Aron mjög vel saman og það var tenging sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki jafnmikið fyrir þessari tengingu núna,“ segir Pape. „Við erum núna með leikmenn sem hafa aldrei spilað í Pepsi-deildinni þannig það gæti tekið þá smá tíma. Það er þessi tenging sem ég þarf að finna og nú verðum við bara að koma þessu í gang. Þetta mun koma, ég hef trú á þessu. Hópurinn er sterkur og við ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Pape Mamadou Faye.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, stóð sig vel á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í 20 leikjum. Pape verður aftur stór hluti af Víkingsliðinu sem Fréttablaðið og Vísir spáir sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið náði Evrópusæti í fyrra en nú hafa orðið miklar breytingar. „Það eru töluverðar breytingar á liðinu. Við erum ennþá að reyna að smella þessu saman og ná þeirri tengingu sem þarf. Menn hafa verið duglegir að æfa, stemningin er góð og menn hlakka til mótsins,“ segir Pape í viðtali við Vísi. „Sumir hafa aðlagast betur en aðrir. Þetta kemur bara þegar mótið fer af stað og þetta mun smella saman. Flestir af nýju mönnunum hafa staðið sig vel.“Verða þreyttir á Instagram-myndunum Pape hefur undanfarin ár farið á veturnar til Senegal þar sem hann fæddist og bjó þar til hann varð tólf ára gamall. Þetta er eitthvað sem hefur gert honum gott. „Ég gerði þetta ekki fyrstu árin mín hér á Íslandi, en eftir að ég fór árið 2012 hef ég lært mikið. Ég kem alltaf sterkari til baka. Það skiptir máli að vera í kringum ættingjana og fólkið sem er hluti af lífi mínu. Þetta verð ég að gera oftar því þetta styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Pape. „Ég ólst upp í húsi frændfólks míns. Þar voru krakkar sem ég ólst upp með fyrstu tólf árin og svo var fullt af frændfólki og ömmum. Ég á frekar stóra fjölskyldu. Mér líður alltaf mjög vel þegar ég fer til baka.“ Pape er mikill stólstrandargæi og líður hvergi betur en með sand undir yljunum. „Ég er bara vanur því. Fyrstu árin mín bjó ég fimm mínútum frá ströndinni og hún er stór hluti af mínu lífi og skiptir mig miklu máli. Alltaf þegar ég fæ tækifæri til að fara til baka geri ég það og reyni að æfa. Sandurinn styrkir mann líkamlega. Þetta er eitthvað sem ég vil gera á hverju einasta ári,“ segir Pape sem er duglegur að senda myndir af sér berum að ofan í sól og sumri á meðan Íslendingar snjóa niður. „Flestir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd en svo eru aðrir sem verða þreyttir á Instagraminu og Snapchat. Sumum finnst ekkert gaman að vera í mínus fimmtán á Íslandi þegar ég er í 30 stiga hita úti í Senegal. En menn hafa gaman að þessu,“ segir Pape og hlær.Í betra standi en á sama tíma í fyrra Pape hefur glímt við meiðsli í mjöðm undanfarin misseri og þurfti því að fara hægt af stað í vetur. „Þjálfararnir voru þolinmóðir í vetur og vita að ég á enn í vandræðum með mjaðmarmeiðslin. Ég er samt í betra standi en á sama tíma í fyrra. Sjúkraþjálfarinn minn talaði við þjálfarana og þeir þurfa fara varlega með mig,“ segir Pape. Framherjinn öflugi er engu að síður búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Víkings og þar stefnir hann á að vera þriðja maí. „Ég er kominn í byrjunarliðið núna en það er ekkert öuggt. Það eru margir að berjast um þetta sæti en markmið mitt er að vera þar. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig maður þarf að fara keyra almennilega á þetta,“ segir Pape.Segir enginn Óla að halda kjafti Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Hann leyfir Pape aldrei að slá slöku við og er duglegur að kalla á framherjann. „Óli þjálfaði mig fyrst þegar ég var 17-18 ára og þá var hann duglegro við að öskra á mig. Ég held þetta sé bara vani hjá honum. Hann lætur menn heyra það hvort sem það er ég eða einhver annar. Það segir honum enginn að ialda kjafti,“ segir Pape. „Við erum mjög góðir félagar og gerum mikið grín að hvor öðrum. Stundum kemur hann með brandara sem eru ekkert fyndnir, en svona er Óli Þórðar. Í leikjum er hann maðurinn sem þagnar ekki. Hann er alltaf tuðandi,“ segir Pape og brosir.Finn ekki fyrir sömu tengingu Víkingar misstu sinn besta mann í Aroni Elís Þrándarsyni, en hann og Pape náðu mjög vel saman í fyrra. Aron lagði upp ófá mörkin fyrir pape. „Ég hef trú á þessum hóp, en það er spurning hvernig við munum tækla það að ná þessari tengingu í sóknarleiknum. Í fyrra náðum við Aron mjög vel saman og það var tenging sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki jafnmikið fyrir þessari tengingu núna,“ segir Pape. „Við erum núna með leikmenn sem hafa aldrei spilað í Pepsi-deildinni þannig það gæti tekið þá smá tíma. Það er þessi tenging sem ég þarf að finna og nú verðum við bara að koma þessu í gang. Þetta mun koma, ég hef trú á þessu. Hópurinn er sterkur og við ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Pape Mamadou Faye.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00