Aron Bjarnason: Verið svolítið einmana Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2015 09:30 „Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Mér finnst við vera með spennandi lið. Við höfum getu til að spila skemmtilegan fótbolta og ég held við munum líta betur út eftir hraðmótið,“ segir Aron Bjarnason, einn af nýliðunum í Eyjaliðinu. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV falli úr deildinni í sumar. Það hefur misst marga góða menn og gengið á undirbúningstímabilinu ekki verið gott. Þar hefur gengið illa að skora. „Mér finnst þetta ekki áhyggjuefni. Á þeim fáu æfingum sem ég hef verið á sé ég gæði í liðinu fram á við,“ segir Aron, en hvað með erlendu leikmennina. Hvernig eru þeir? „Varnarmennirnir frá Noregi finnst mér vera mjög góðir leikmenn. Þeir eru sterkir og góðir í loftinu. Þeir munu nýtast okkur mjög vel. Hollendinginn hef ég ekki séð þar sem ég æfi ekki með liðinu.“Einn í Reykjavík Aron er að klára framhaldsskólanám í Reykjavík og er þess vegna ekki enn fluttur til Eyja. Hann hefur þurft að æfa og halda sér í standi nánast einn í allan vetur. „Ég hef verið einn síðan í janúar. Það er ekkert sérstakt sko. Ég hef verið svolítið einmana en fengið að kíkja stundum á æfingar hjá uppeldisfélagi mínu Þrótti. Það hefur verið að bjarga mér,“ segir Aron. „Ég fer í ræktina og svo hafa landsbyggðarliðin verið að æfa saman auk þess sem ÍBV á einhverja tíma í sporthúsinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast til Eyja og æfa við almennilegar aðstæður.“Gefum skít í spána Aron hefur vægast sagt engar áhyggjur af einhverjum spám. Hann telur Eyjaliðið of gott til að falla í ár. „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar okkur er spáð. Við teljum okkur vera betri en þetta þannig við gefum skít í þetta. Það er bara þannig,“ segir Aron ákveðinn. Jóhannes Harðarson, Skagamaður, tók við liði ÍBV í vetur. Aron þekkir hann betur en flestir því Jóhannes er frændi hans. „Þó ég sé nú ekki svo gamall hef ég spilað fyrir ansi marga þjálfara í meistaraflokki. Ég sé ekki mikinn mun á því að spila fyrir frænda sinn eða aðra,“ segir Aron, en hvernig þjálfari er Jóhannes? „Hann vill spila boltanum með jörðinni og spila sóknarbolta sem á að skila árangri. Hann er ekkert rosalega harður en þegar þá á við getur hann orðið reiður.“ Sjálfur hefur Aron bullandi trú á sjálfum sér og hann ætlar að láta taka eftir sér í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég vil spila sem mest og ég tel að ef ég fæ að spila get ég gert góða hluti; bæði lagt upp mörk og skorað. Ég get gert helling fyrir liðið,“ segir Aron Bjarnason.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Óttar Bjarni: Ég var smá kjötbolla Miðvörður nýliða Leiknis í Pepsi-deildinni í fótbolta á Sigursteini Gíslasyni heitnum mikið að þakka. 20. apríl 2015 09:30
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00