Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari 2. maí 2015 09:00 Titlunum hefur ekki rignt yfir FH undanfarin tvö ár en nú verður breyting á, samkvæmt spánni. vísir/stefán Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir FH Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deildinni í ár, en FH hefur farið í gegnum tvö síðustu tímabil titlalaust. Pressan er mikil í Hafnarfirðinum enda liðið gífurlega vel mannað. Sigurganga FH hefur verið með ólíkindum frá 2004, en liðið hefur síðan þá unnið Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum og orðið bikarmeistari þrívegis. Heimir Guðjónsson heldur áfram um stjórnartaumana hjá FH, en hann hefur þjálfað liðið síðan 2007. Hann gerði liðið að meisturum 2008, 2009 og 2012 auk þess sem hann vann bikarinn árið 2010. Heimir hefur verið hjá FH í fimmtán ár; sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:GRAF/GARÐAREINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 5 stjörnur (af 5) Sóknin: 5 stjörnur Þjálfarinn: 5 stjörnur Breiddin: 5 stjörnur Liðsstyrkurinn: 5 stjörnur Hefðin: 5 stjörnurDavíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason og Steven Lennon.myndir/fhÞRÍR SEM FH TREYSTIR ÁDavíð Þór Viðarsson: Fyrirliðinn og múrbrjóturinn í liðinu og einn allra besti miðjumaðurinn í deildinni. Davíð Þór er liðinu gífurlega mikilvægur í varnarleiknum þar sem hann er duglegur að stöðva sóknir andstæðinganna og svo kemur hann langt aftur til að setja sóknir FH af stað. Fyrirliðastaðan verður mikilvæg í sumar enda liðið stútfullt af atvinnumönnum og erlendum leikmönnum. Davíð verður að vera framlenging af Heimi inn á vellinum.Atli Guðnason: Sóknarmaðurinn smái en knái skilaði tíu mörkum í fyrra og öðrum eins af stoðsendingum en samt vann FH ekki titilinn. Það helst vanalega í hendur að þegar hann spilar frábærlega eins og 2009 (20 leikir 10 mörk) og 2012 (22 leikir 12 mörk) verður FH meistari. Hann hefur átt það til dala annað hvert ár en það er ekki í boði í ár í baráttunni við KR og Stjörnuna.Steven Lennon: Skoski framherjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil með FH, en hann skoraði sex mörk í tíu leikjum fyrir liðið eftir að koma á miðju sumri í fyrra. Lennon hefur aldrei spilað heila leiktíð í Pepsi-deildinni. Hann kom fyrst 2011 á miðju sumri og bjargaði Frram frá falli, árið eftir fótbraut Jón Jónsson, núverandi samherji Lennons, Skotann á Laugardalsvelli og 2013 fór hann til Noregs. Hann á að baki 47 leiki og 19 mörk í efstu deild, en nú verður hann að sýna gæði sín og skora eins og framherji í einu besta liði landsins.Flóki er kominn heim.mynd/fhNýstirnið: Kristján Flóki Finnbogason Félagaskipti Kristjáns Flóka heim í FH voru erfið fyrir drenginn enda hafði hann samþykkt að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hætti við áður en hann stakk penna við blað og samdi við uppeldisfélagið. Flóki hefur stækkað mikið og styrkt síðan hann fór í atvinnumennsku. Í dag er hann stór og sterkur framherji sem getur spilað rullu stóra mannsins við hlið Stevens Lennon í framlínunni. Alvöru „target“-senter sem ætti að henta nýju 4-4-2-kerfi Heimis Guðjónssonar vel.Ólafur Páll Snorrason fór í Fjölni.vísir/vilhelmMARKAÐURINNKomnir: Amath André Diedhiou frá Moldavíu Bjarni Þór Viðarsson frá Silkeborg Guðmann Þórisson frá Mjallby Kristján Flóki Finnbogason frá FC Kaupmannahöfn Jeremy Serwy frá Belgíu Þórarinn Ingi Valdimarsson frá ÍBV Farnir: Emil Pálsson í Fjölni á láni Guðjón Árni Antoníusson í Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson í Keflavík Ingimundur Níels Óskarsson í Fylki Ólafur Páll Snorrason í Fjölni Sean Reynolds til Bandaríkjanna Nokkur endurnýjun hefur verið á leikmannahópi FH. Heimir losaði sig við leikmenn sem hafa ekki verið fastamenn hjá honum fyrir utan fyrirliðann Ólaf Pál Snorrason sem fór heim í Fjölni. Finnur Orri Margeirsson kom og fór, en það er leikmaður sem hefði styrkt FH-liðið verulega og gefið því nákvæmlega það sem það þurfti á miðjuna. Í staðinn er kominn heim Bjarni Þór Viðarsson sem er kannski aðeins of líkur bróður sínum Davíð inn á vellinum. Guðmann Þórisson var besti miðvörður deildarinnar sumarið 2012 þegar hann spilaði hér síðast og er auðvitað mikill fengur, en hann og Kassim ættu að mynda gríðarlega sterkt miðavarðapar þegar „Draumurinn“ kemur aftur úr leikbanni. Þórarinn Ingi Valdimarsson sýndi ekki sínar bestu hliðar með Eyjamönnum í fyrra en það vita allir hvað hann getur. Þórarinn byrjar leiktíðina á bekknum hjá FH en það segir sitt um breiddina hjá liðinu að vera með svona leikmann klárar á tréverkinu. Jérémy Serwy hefur heillað marga á undirbúningstímabilinu, en þar er kominn leikmaður sem tekur við föstu leikatriðunum af FH. Þau hafa skilað liðinu haug af mörkum á undanförnum árum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Pepsi-mörkin fóru af stað á fimmtudaginn með árlegum upphitunarþætti. Þar var FH spáð titlinum líkt og á Vísi, en Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hjartarson, sérfræðingar Pepsi-markanna, fóru yfir FH-liðið. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Heimir Guðjónsson vonast eftir að vinna fjórða Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari FH.vísir/daníelSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Ótrúleg gæði og breidd í leikmannahópnum, en „B“-lið FH gæti eflaust verið í baráttu um Evrópusæti. Liðið er með frábæran þjálfara sem hefur lag á að halda stjörnunum þokkalega sáttum en þó hungruðum. Sigurhefðin hjá félaginu á undanförnum árum hefur bara stigmagnast og umgjörðin í kringum félagið er sú besta á landinu.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Heimir ætlar að spila 4-4-2 og hefur unnið í því á undirbúningstímabilinu, en spurning er hvernig það gengur upp í fyrstu umferðunum. Miklar breytingar hafa verið á liðinu og eins og mörg önnur lið vonast FH til að erlendir leikmenn á borð við Serwy standi undir væntingum. Pressan á liðinu er líka svakaleg.Kassim Doumbia byrjar tímabilið í banni.vísir/stefánBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Það þarf ekkert að spila þetta mót. Við erum með tvo menn í hverja stöðu, langbesta þjálfarann á landinu, bestu aðstöðuna, bestu umgjörðina, framsýnasta formanninn og flottasta völlinn. Þó FH sé ekki ríkjandi meistari er það besta liðið og titilinn kemur heim í haust. Það er ekkert flókið. Þetta verður auðvelt.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Ekki einu sinni ég get mótmælt því að við eigum að verða meistarar. Það er kannski pressan á liðinu og nýja leikkerfið sem gæti hleypt KR og Stjörnunni inn í þetta, en meira að segja þó 5-6 leikmenn geri upp á bak eru bara 5-6 aðrir á bekknum sem geta tekið þeirra stöður. Ég er ekki svo svartsýnn að spá okkur ekki titlinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir FH Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deildinni í ár, en FH hefur farið í gegnum tvö síðustu tímabil titlalaust. Pressan er mikil í Hafnarfirðinum enda liðið gífurlega vel mannað. Sigurganga FH hefur verið með ólíkindum frá 2004, en liðið hefur síðan þá unnið Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum og orðið bikarmeistari þrívegis. Heimir Guðjónsson heldur áfram um stjórnartaumana hjá FH, en hann hefur þjálfað liðið síðan 2007. Hann gerði liðið að meisturum 2008, 2009 og 2012 auk þess sem hann vann bikarinn árið 2010. Heimir hefur verið hjá FH í fimmtán ár; sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:GRAF/GARÐAREINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 5 stjörnur (af 5) Sóknin: 5 stjörnur Þjálfarinn: 5 stjörnur Breiddin: 5 stjörnur Liðsstyrkurinn: 5 stjörnur Hefðin: 5 stjörnurDavíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason og Steven Lennon.myndir/fhÞRÍR SEM FH TREYSTIR ÁDavíð Þór Viðarsson: Fyrirliðinn og múrbrjóturinn í liðinu og einn allra besti miðjumaðurinn í deildinni. Davíð Þór er liðinu gífurlega mikilvægur í varnarleiknum þar sem hann er duglegur að stöðva sóknir andstæðinganna og svo kemur hann langt aftur til að setja sóknir FH af stað. Fyrirliðastaðan verður mikilvæg í sumar enda liðið stútfullt af atvinnumönnum og erlendum leikmönnum. Davíð verður að vera framlenging af Heimi inn á vellinum.Atli Guðnason: Sóknarmaðurinn smái en knái skilaði tíu mörkum í fyrra og öðrum eins af stoðsendingum en samt vann FH ekki titilinn. Það helst vanalega í hendur að þegar hann spilar frábærlega eins og 2009 (20 leikir 10 mörk) og 2012 (22 leikir 12 mörk) verður FH meistari. Hann hefur átt það til dala annað hvert ár en það er ekki í boði í ár í baráttunni við KR og Stjörnuna.Steven Lennon: Skoski framherjinn hefur sitt fyrsta heila tímabil með FH, en hann skoraði sex mörk í tíu leikjum fyrir liðið eftir að koma á miðju sumri í fyrra. Lennon hefur aldrei spilað heila leiktíð í Pepsi-deildinni. Hann kom fyrst 2011 á miðju sumri og bjargaði Frram frá falli, árið eftir fótbraut Jón Jónsson, núverandi samherji Lennons, Skotann á Laugardalsvelli og 2013 fór hann til Noregs. Hann á að baki 47 leiki og 19 mörk í efstu deild, en nú verður hann að sýna gæði sín og skora eins og framherji í einu besta liði landsins.Flóki er kominn heim.mynd/fhNýstirnið: Kristján Flóki Finnbogason Félagaskipti Kristjáns Flóka heim í FH voru erfið fyrir drenginn enda hafði hann samþykkt að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hætti við áður en hann stakk penna við blað og samdi við uppeldisfélagið. Flóki hefur stækkað mikið og styrkt síðan hann fór í atvinnumennsku. Í dag er hann stór og sterkur framherji sem getur spilað rullu stóra mannsins við hlið Stevens Lennon í framlínunni. Alvöru „target“-senter sem ætti að henta nýju 4-4-2-kerfi Heimis Guðjónssonar vel.Ólafur Páll Snorrason fór í Fjölni.vísir/vilhelmMARKAÐURINNKomnir: Amath André Diedhiou frá Moldavíu Bjarni Þór Viðarsson frá Silkeborg Guðmann Þórisson frá Mjallby Kristján Flóki Finnbogason frá FC Kaupmannahöfn Jeremy Serwy frá Belgíu Þórarinn Ingi Valdimarsson frá ÍBV Farnir: Emil Pálsson í Fjölni á láni Guðjón Árni Antoníusson í Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson í Keflavík Ingimundur Níels Óskarsson í Fylki Ólafur Páll Snorrason í Fjölni Sean Reynolds til Bandaríkjanna Nokkur endurnýjun hefur verið á leikmannahópi FH. Heimir losaði sig við leikmenn sem hafa ekki verið fastamenn hjá honum fyrir utan fyrirliðann Ólaf Pál Snorrason sem fór heim í Fjölni. Finnur Orri Margeirsson kom og fór, en það er leikmaður sem hefði styrkt FH-liðið verulega og gefið því nákvæmlega það sem það þurfti á miðjuna. Í staðinn er kominn heim Bjarni Þór Viðarsson sem er kannski aðeins of líkur bróður sínum Davíð inn á vellinum. Guðmann Þórisson var besti miðvörður deildarinnar sumarið 2012 þegar hann spilaði hér síðast og er auðvitað mikill fengur, en hann og Kassim ættu að mynda gríðarlega sterkt miðavarðapar þegar „Draumurinn“ kemur aftur úr leikbanni. Þórarinn Ingi Valdimarsson sýndi ekki sínar bestu hliðar með Eyjamönnum í fyrra en það vita allir hvað hann getur. Þórarinn byrjar leiktíðina á bekknum hjá FH en það segir sitt um breiddina hjá liðinu að vera með svona leikmann klárar á tréverkinu. Jérémy Serwy hefur heillað marga á undirbúningstímabilinu, en þar er kominn leikmaður sem tekur við föstu leikatriðunum af FH. Þau hafa skilað liðinu haug af mörkum á undanförnum árum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Pepsi-mörkin fóru af stað á fimmtudaginn með árlegum upphitunarþætti. Þar var FH spáð titlinum líkt og á Vísi, en Hjörvar Hafliðason og Hjörtur Hjartarson, sérfræðingar Pepsi-markanna, fóru yfir FH-liðið. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.Heimir Guðjónsson vonast eftir að vinna fjórða Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari FH.vísir/daníelSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Ótrúleg gæði og breidd í leikmannahópnum, en „B“-lið FH gæti eflaust verið í baráttu um Evrópusæti. Liðið er með frábæran þjálfara sem hefur lag á að halda stjörnunum þokkalega sáttum en þó hungruðum. Sigurhefðin hjá félaginu á undanförnum árum hefur bara stigmagnast og umgjörðin í kringum félagið er sú besta á landinu.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Heimir ætlar að spila 4-4-2 og hefur unnið í því á undirbúningstímabilinu, en spurning er hvernig það gengur upp í fyrstu umferðunum. Miklar breytingar hafa verið á liðinu og eins og mörg önnur lið vonast FH til að erlendir leikmenn á borð við Serwy standi undir væntingum. Pressan á liðinu er líka svakaleg.Kassim Doumbia byrjar tímabilið í banni.vísir/stefánBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Það þarf ekkert að spila þetta mót. Við erum með tvo menn í hverja stöðu, langbesta þjálfarann á landinu, bestu aðstöðuna, bestu umgjörðina, framsýnasta formanninn og flottasta völlinn. Þó FH sé ekki ríkjandi meistari er það besta liðið og titilinn kemur heim í haust. Það er ekkert flókið. Þetta verður auðvelt.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Ekki einu sinni ég get mótmælt því að við eigum að verða meistarar. Það er kannski pressan á liðinu og nýja leikkerfið sem gæti hleypt KR og Stjörnunni inn í þetta, en meira að segja þó 5-6 leikmenn geri upp á bak eru bara 5-6 aðrir á bekknum sem geta tekið þeirra stöður. Ég er ekki svo svartsýnn að spá okkur ekki titlinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00