Þar að auki gengu vígamenn á milli húsa og leituðu að fólki og köstuðu líkum í Efrat ánna. Þúsundir hafa flúið borgina og Sameinuðu þjóðirnar vara við því að hættuástand muni skapast fyrir flóttafólkið.
Á vef BBC segir að allt að 25 þúsund manns frá Ramadi haldi nú til um 100 kílómetra vestur af borginni. Þar voru fyrir fjöldi fólk sem flúið hafði nærliggjandi svæði. Margir þeirra sofa undir berum himni og SÞ segjast eiga erfitt með að sjá fólkinu fyrir nauðsynjum.

Þúsundir manna úr vopnuðum hópum sjíta eru nú fyrir utan Ramadi, sem er höfuðborg Anbarhéraðs þar sem íbúarnir eru flestir súnnítar. Hingað til hefur ríkisstjórn Írak ekki viljað vopna hópa súnníta, en eftir fall borgarinnar hefur þeim snúist hugur.