Ná Keflvíkingar og Eyjamenn í sín fyrstu stig? | Heil umferð í Pepsi-deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2015 08:00 ÍA mætir Víking í dag og Leiknir mætir Íslandsmeisturum Stjörnunni. vísir/ernir Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Þriðja umferðin hefst klukkan 17:00 með leik Fylkis og ÍBV og endar með leik Keflavík og Breiðablik, en hann verður flautaður á klukkan 20:00. Á Fylkisvelli mætast tvö lið sem hafa ekki byrjað Pepsi-deildina vel. Heimamenn í Fylki hafa einungis fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum og það er rýr uppskera á þeim bænum. Gestirnir úr Eyjum eru hins vegar án stiga og eiga eftir að skora mark. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni halda uppteknum hætti frá því í fyrra og sigurgang þeirra heldur áfram. Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki tapað leik sem þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deildinni, en Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn í dag. Leiknir vann fyrsta leikinn gegn Val 3-0, en tapaði svo leik númer tvö gegn hinum nýliðunum í ÍA, 0-1. Víkingar þurfa að keyra Hvalfjörðinn til þess að mæta Skagamönnum, en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Víkingar hafa farið ágætlega af stað, en þeir eru með fjögur stig af sex mögulegum; sigur gegn Keflavík og jafntefli gegn Val. ÍA er með þrjú stig eftir sigurinn á Leikni í síðustu umferð. KR er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þeir þurfa að safna stigum. Þeir fá fríska Fjölnismenn í heimsókn, en Fjölnir er með fjögur stig eftir leikina tvo. KR náði í sitt fyrsta stig með jafntefli gegn Breiðabliki í síðustu umferð eftir tap gegn FH í fyrstu umferðinni, en Fjölnismenn unnu ÍBV og voru grátlega nálægt því að vinna Fylki í síðustu umferð. Fylkir jafnaði metin í uppbótartíma.Guðjón Árni Antoníusson og félagar í Keflavík þurfa að fara safna stigum.vísir/ernirFH, sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, fer á Vodafonevöllinn og mætir þar Val. Hafnarfjarðarliðið hefur unnið KR og Keflavík í fyrstu tveimur umferðunum, en Valsmenn eru einungis með eitt stig eftir tap gegn Leikni og jafntefli gegn Víkingum í síðustu umferð. Sjónvarpsleikur Stöðvar 2 Sport verður svo í Keflavík þar sem Breiðablik kemur í heimsókn. Keflavík er enn án stiga í Pepsi-deildinni eftir töp gegn FH og Víking, en Breiðablik heldur áfram að gera jafntefli frá því í fyrra. Liðið er með tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Útsending frá leiknum hefst klukkan 19:30, en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20:00. Öllum leikjunum verður að sjálfsögðu lýst í beinni textalýsingu á Vísi og þetta verður svo allt gert upp í Pepsi-mörkunum með Herði Magnússyni og félögum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 í kvöld.Leikir dagsins: 17.00 Fylkir - ÍBV (Fylkisvöllur) 19.15 Stjarnan - Leiknir R. (Samsung-völlurinn) 19.15 ÍA - Víkingur (Norðurálsvöllurinn) 19.15 KR - Fjölnir (KR-völlur) 19.15 Valur - FH (Vodafonevöllurinn) 20.00 Keflavík - Breiðablik (Nettóvöllurinn) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Þriðja umferðin hefst klukkan 17:00 með leik Fylkis og ÍBV og endar með leik Keflavík og Breiðablik, en hann verður flautaður á klukkan 20:00. Á Fylkisvelli mætast tvö lið sem hafa ekki byrjað Pepsi-deildina vel. Heimamenn í Fylki hafa einungis fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum og það er rýr uppskera á þeim bænum. Gestirnir úr Eyjum eru hins vegar án stiga og eiga eftir að skora mark. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni halda uppteknum hætti frá því í fyrra og sigurgang þeirra heldur áfram. Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki tapað leik sem þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deildinni, en Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn í dag. Leiknir vann fyrsta leikinn gegn Val 3-0, en tapaði svo leik númer tvö gegn hinum nýliðunum í ÍA, 0-1. Víkingar þurfa að keyra Hvalfjörðinn til þess að mæta Skagamönnum, en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Víkingar hafa farið ágætlega af stað, en þeir eru með fjögur stig af sex mögulegum; sigur gegn Keflavík og jafntefli gegn Val. ÍA er með þrjú stig eftir sigurinn á Leikni í síðustu umferð. KR er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þeir þurfa að safna stigum. Þeir fá fríska Fjölnismenn í heimsókn, en Fjölnir er með fjögur stig eftir leikina tvo. KR náði í sitt fyrsta stig með jafntefli gegn Breiðabliki í síðustu umferð eftir tap gegn FH í fyrstu umferðinni, en Fjölnismenn unnu ÍBV og voru grátlega nálægt því að vinna Fylki í síðustu umferð. Fylkir jafnaði metin í uppbótartíma.Guðjón Árni Antoníusson og félagar í Keflavík þurfa að fara safna stigum.vísir/ernirFH, sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, fer á Vodafonevöllinn og mætir þar Val. Hafnarfjarðarliðið hefur unnið KR og Keflavík í fyrstu tveimur umferðunum, en Valsmenn eru einungis með eitt stig eftir tap gegn Leikni og jafntefli gegn Víkingum í síðustu umferð. Sjónvarpsleikur Stöðvar 2 Sport verður svo í Keflavík þar sem Breiðablik kemur í heimsókn. Keflavík er enn án stiga í Pepsi-deildinni eftir töp gegn FH og Víking, en Breiðablik heldur áfram að gera jafntefli frá því í fyrra. Liðið er með tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Útsending frá leiknum hefst klukkan 19:30, en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20:00. Öllum leikjunum verður að sjálfsögðu lýst í beinni textalýsingu á Vísi og þetta verður svo allt gert upp í Pepsi-mörkunum með Herði Magnússyni og félögum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 í kvöld.Leikir dagsins: 17.00 Fylkir - ÍBV (Fylkisvöllur) 19.15 Stjarnan - Leiknir R. (Samsung-völlurinn) 19.15 ÍA - Víkingur (Norðurálsvöllurinn) 19.15 KR - Fjölnir (KR-völlur) 19.15 Valur - FH (Vodafonevöllurinn) 20.00 Keflavík - Breiðablik (Nettóvöllurinn)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira