Atli komið að 16 mörkum í síðustu átta leikjum FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Atli Guðnason lagði upp bæði mörkin gegn Keflavík í 2. umferð. vísir/ernir FH-ingurinn Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudagskvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guðjónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Atli hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki sem FH hefur skorað í síðustu leikjum.vísir/valliEndaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í lokakafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðaleinkunn í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsendinguna frá því í fyrstu umferðinni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vantar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbsins.Atli verður væntanlega í eldlínunni þegar FH mætir Val á sunnudaginn.vísir/vilhelmÁtta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoðsendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjögur mörk í plús eftir tvo fyrstu leikina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
FH-ingurinn Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudagskvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guðjónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Atli hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki sem FH hefur skorað í síðustu leikjum.vísir/valliEndaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í lokakafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðaleinkunn í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsendinguna frá því í fyrstu umferðinni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vantar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbsins.Atli verður væntanlega í eldlínunni þegar FH mætir Val á sunnudaginn.vísir/vilhelmÁtta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoðsendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjögur mörk í plús eftir tvo fyrstu leikina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56