Annar þáttur Pepsi-markanna var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, en þar var farið yfir aðra umferðina í Pepsi-deildinni.
Hörður Magnússon stýrir þáttunum að vanda, en í gær var hann með Skagamennina Hjört Hjartarson og Arnar Gunnlaugsson sér til aðstoðar. Þeir eru báðir nýliðar í Pepsi-mörkunum í ár.
Alls voru 15 mörk skoruð í leikjunum sex, en þriðja umferðin verður svo leikin í heild sinni á sunnudaginn.
Líkt og í fyrra verður styttri útgáfa af Pepsi-mörkunum birt á Vísi daginn eftir frumsýningu.
